Bæjarmál og Framsókn

Jóhannes G. Bjarnason

Í skrifum hér fyrir rúmri viku var fjallað um stöðu Framsóknarflokksins á Akureyri og Jóhannesar G. Bjarnasonar, leiðtoga og bæjarfulltrúa flokksins. Í þeim skrifum, sem ég hef nú eytt út, var fjallað um leyfi Jóhannesar frá störfum í bæjarstjórn Akureyrar. Í samhengi við það fjallaði ég um stöðu flokksins að loknum kosningunum í vor. Eins og ég hef síðar komist að bað Jóhannes G. Bjarnason um leyfi frá pólitískum störfum af persónulegum ástæðum, ástæðum sem ég hafði ekki vitneskju um á þeim tíma sem skrif mín komu fram. Um var að ræða pólitískar pælingar, sem áttu ekki erindi í þá umræðu. 

Ég vil nota tækifærið og óska Jóhannesi G. Bjarnasyni og fjölskyldu hans alls góðs á þeim erfiðu tímum sem við þeim blasir. Jafnframt vonast ég eftir að hann komi tvíefldur aftur til verka í stjórnmál að því loknu, enda hef ég alla tíð talið Jóa mikinn sómamann og hafa unnið gott verk, bæði í stjórnmálum og á öðrum vettvangi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband