Spennandi leiðtogaslagur í Norðausturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkurinn

Það liggur nú endanlega fyrir sem ég hafði spáð að Arnbjörg Sveinsdóttir, Kristján Þór Júlíusson og Þorvaldur Ingvarsson muni slást um leiðtogastól Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Það er reyndar ekki útilokað að bætist í þann slag, en síðustu daga hefur verið talað um að Sigurjón Benediktsson á Húsavík muni jafnvel gefa kost á sér í fyrsta sætið ennfremur, en væntanlega nefna þó fleiri sæti en hið fyrsta í þeim efnum. En það stefnir í mjög spennandi prófkjör. Það er enginn efi í mér og öðrum virkum flokksmönnum hér um að það verði prófkjör fyrir lok næsta mánaðar og verði samþykkt á kjördæmisþinginu að Skjólbrekku um helgina.

Ég fagna því að flokksmenn fái val um forystuna að þessu sinni. Það er nú kominn tími til að allir flokksmenn fái í hendurnar þann kost að velja sér sína forystu á framboðslistann. Það er líka sú forysta sem leiðir allt starf kjördæmisins næstu árin. Ég hafði sagt það í sumar á þessum vef að það yrði nú að vera prófkjör. Það er kominn tími til að hér verði saga prófkjörs mótuð. Eins og flestir vita hefur ekki verið prófkjör í norðurhluta kjördæmisins frá árinu 1987 þegar að Halldór Blöndal var kjörinn til leiðtogastarfa. Það er því mjög mikilvægt nú að við fáum öll að hafa skoðun á því hver eigi að leiða flokksstarfið og fara á þing að vori fyrir flokkinn. Það eflir flokkskjarnann mjög.

Ég spái mjög spennandi prófkjörsslag. Það er okkur öllum hollt að geta valið á milli frambærilegs fólks. Það styrkir flokkinn að geta tekið svona stuttan og snarpan slag. Að honum loknum sameinumst við fram til forystu í kjördæminu, heyjum góða og öfluga kosningabaráttu og berjumst til sigurs. Það eru spennandi tímar framundan í stjórnmálum í kjördæminu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er svo sannarlega líflegt að fylgjast með skrifum þínum af pólitík og því sem er að ské á þeim vettvangi, sérstaklega hér á þessu svæði. Fer alltaf hér inn á hverjum degi og fylgist með. Kærar þakkir.

Sigrún (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband