Lýst eftir ungu fólki

Mér finnst það eiginlega orðið sláandi hversu algengt er orðið að auglýst sé eftir ungu fólki, flestu á aldrinum 13-17 ára. Eftir nokkra klukkutíma eða einhverra daga leit finnast krakkarnir eða koma sjálf heim oftast nær. Eflaust eru margar langar sögur á bakvið hvert tilfelli. En það er ekki hægt annað en hugsa aðeins þegar að það gerist að jafnvel fjöldi ungmenna hverfi á skömmum tíma og spyrja sig að því hvað sé eiginlega að gerast í samfélaginu, hvort að þau séu í einhverri ógæfu eða vilji hreinlega fara að heiman vissan tíma.

Það eru svosem engar nýjar fréttir að fólk hverfi. Stundum hefur eitthvað gerst, slys eða aðrar aðstæður, sem valda því að ungt fólk kemur ekki heim. Þegar að óregla eða ógæfa dynur yfir hefur það gerst að ungt fólk er komið í svo mikið öngstræti að það stingur af, lætur sig hverfa. Það er ekki nema von að spurningar um hvert tilfelli vakni. En mér finnst þetta farið að gerast svo oft, jafnvel að leitað sé dögum saman að ungu fólki.

Vonandi mun ganga vel að finna þessa stelpu. Það hlýtur að vera skelfilegt að vera í þeirri stöðu að eiga ættingja sem finnst ekki og ekki er hægt að ná sambandi við. Gildir þá einu hverjar aðstæðurnar eru, enda er mjög óþægilegt og dapurlegt að eiga ástvin sem finnst ekki og það hlýtur að vera skelfilegt að horfast í augu við.

mbl.is Lýst eftir stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Raunin er sú að foreldrar bera ábyrgð á börnum sinum uns þau verða 18 ára og það sem ég held að hafi breyst er það foreldrar séu hugsanlega fyrri til en áður að leita að börnum sínum sem og lögregla að lýsa eftir þeim.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.2.2008 kl. 00:24

2 identicon

Reyndar hefur þessi stelpa verið týnd í nokkra daga, man eftir því að hafa séð sömu fréttina á vísi um daginn svo er ég að sjá hana aftur í dag bæði á vísi og mbl ;), man reyndar ekki allveg hvað er langt síðan en það eru allavena nokkrir dagar minnir að það sé vika.

Benni (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 00:44

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Það var 11 febrúar sem var lýst eftir henni. oh þetta er skelfilegt þegar krakkar gera svona að stinga af að heiman.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.2.2008 kl. 01:32

4 identicon

Þetta er alltaf jafn skelfilegt fyrir þá sem í hlut eiga. Ábyrgðin er foreldranna að láta vita af hvarfinu og lögreglunnar að fylgja málum eftir. Sé því ekki sinnt verða afleiðingarnar hugsanlega eins og í Danmörku í síðustu viku og það vill að sjálfsögðu enginn. Við vonum að stúlkan finnist.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 07:12

5 identicon

Mín skoðun er að þessir krakkar komi frá ábyrgðarlausum og brotnum heimilum. 

Stefán (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 10:37

6 Smámynd: M

Er bara ekki sammála þessum Stefáni (ekki þér) að "þessir krakkar komi frá ábyrgðarlusum og brotnum heimilum "   Það er bara ekki alltaf þannig. Oft ágætis foreldrar en börnin kannski í slæmum félagsskap og í rugli.  Held það sé hræðilegt að vera foreldri og horfa uppá börnin sín fara villu vegar.  Ættum að fara varlega með að dæma !!

M, 19.2.2008 kl. 11:19

7 Smámynd: Mofi

Við eigum að fara mjög varlega að dæma í svona málum; vitum í rauninni lítið sem ekkert um það sem hefur gerst þarna. Maður bara vonar að hún finnist fljótlega og það ami ekkert að henni.

Mofi, 19.2.2008 kl. 11:36

8 identicon

Í raun er haldið betur utan um börn í dag en fyrir áratug. Fleiri auglýsingar benda ekki endilega til þess að ástandið sé að versna. Inngrip barnaverndaryfirvalda er virkari í dag þó alltaf megi bæta vistunarúrræði. Þá skal á það bent að skv. nýjum grunnskólalögum er það barnaverndarmál ef barn skilar sér ekki í skóla.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 13:08

9 Smámynd: Halla Rut

Mikið held ég að skoðun ykkar mundi snúast við ef í ykkar fullkomna heimi mundi koma upp sú staða að ástvinur ykkar mundi leiðast út í slík vandræði að þið þyrftuð að missa niður um ykkur buxurnar til að hjálpa honum.

Halla Rut , 19.2.2008 kl. 23:14

10 Smámynd: Halla Rut

Búið að auglýsa of oft eftir henni????? Er það ykkar afstaða? Ofsalega finnst mér þið skrítin í hugsun ykkar. Ég mundi einmitt vilja að okkar samfélag mundi standa betur saman um það þegar ung börn okkar lenda í vandræðum. Það gæti verið minn draumur en hann virðist verða alltaf fjarlægri með árum. Hvar er samkenndin?

Halla Rut , 19.2.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband