Vandræðalegt klúður í Gettu betur

Páll Ásgeir Nú sem fyrr er Gettu betur eitt vinsælasta sjónvarpsefnið. Það er alveg lágmark að ætlast til þess að spurningarnar í þættinum séu vandaðaðar og ekki síður að svörin stemmi við þær. Það virðist hafa vantað allverulega upp á það á þessu keppnismisseri. Það er fyrir neðan allar hellur að það illa sé staðið að keppninni að röng svör við spurningum ráði úrslitum í keppni, en það virðist þó hafa gerst nú.

Hef alltaf haft gaman af Gettu betur og fylgst vel með keppni í sjónvarpi og einnig útvarpinu. Ég tók eftir því fyrir nokkrum vikum að nokkuð var um röng svör og vandræðalegar klaufavillur í spurningunum þar, sem voru ekki til frægðarauka fyrir dómarann. Þó var vonast til að þetta væri bara klaufaleg byrjun nýs dómara og þetta myndi slípast til þegar að sjónvarpshlutanum kæmi.

Þetta er vandræðalegt mál fyrir Sjónvarpið. Svona hlutir eiga einfaldlega að vera í lagi. Það hlýtur að vera alveg lágmark að passa upp á að dómarinn standi sig og ráði við verkefnið, ella þarf að skipta honum út.

mbl.is Mistök í Gettu betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kalli Tomm hjá mér í kvöld kl 21 þú sérlega velkominn.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 19:17

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Dómarar eru ekki óskeikulir

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 19.2.2008 kl. 21:05

3 identicon

Í fyrsta sjónvarpsþættinum fékk sigurliðið 3 stig fyrir síðustu þrautina með því að þekkja þrjár "skáldsagnarpersónur" ásamt fleiru. Í svarinu voru tvær persónurnar nefndar Frankenstein og Piparkökudrengurinn. Það var víst "framleiðandinn" en ekki skrýmslið sem hét dr. Frankenstein og ég hef alltaf heyrt talað um Sætabrauðsdrenginn og held að ævintýrið heiti það.

þetta er vissulega vandræðalegt, en svo má nú ekki gleyma því að þetta er nú bara leikur.

grétar (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Þetta er vissulega bara leikur en það skiptir máli að hafa þetta rétt. Þarna er barist upp á hvert stig og eitt stig í einni spurningu getur ráðið úrslitum. Í þessari keppni sem deilt er um fór þetta í bráðabana. Það hefði ekki farið þannig hefði Kvennó fengið stig áður. Það er alltaf vont að tapa með svona hætti og enn verra eiginlega að vinna vitandi það að mistök voru gerð. En þetta er ömurlegt mál og vonandi læra allir eitthvað á því. Umfram allt dómarinn að vanda sig eins vel og hann getur. Hans verk skiptir alltaf máli.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.2.2008 kl. 22:01

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segi nú eins og Gísli, dómarar eru ekki óskeikulir og í boltanum gerist þetta nú oft og maður verður oft fúll.  Ég tók líka eftir þessu sem Grétar nefnir með Sætabrauðsdrenginn, mér fannst það leiðinlegt. Annars er þetta víst allt til gamans gert, en best er þegar allt er rétt líka.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband