Snjóar á Akureyri

Nonnahus_nov05

Fyrsti snjórinn hér á Akureyri á þessu hausti féll til jarðar í dag. Það fór að snjóa um sexleytið og það var svolítið hressileg snjókoma. Er líða tók á kvöldið snjóaði meira og svo fór að þungfært varð fyrir vanbúna bíla á ferð um bæinn. Er nú kominn hér fimm til sjö cm jafnfallinn snjór. Í fyrradag var ég að skrifa hér um haustblæinn og sagði að vonandi færi nú ekki að snjóa alveg strax. Ekki varð ég sannspár þar, var betri í því að spá um prófkjörs- og framboðsmál okkar sjálfstæðismanna í kjördæminu hinsvegar. Ætla þó að vona að þetta verði skammvinnt hausthret sem yfir okkur dynur nú hérna norðan heiða.

mbl.is Þungfært innanbæjar á Akureyri vegna snjókomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband