Sterk staða Hönnu Birnu - Vilhjálmur rúinn trausti

Hanna Birna Kristjánsdóttir Það kemur mér ekki að óvörum að Hanna Birna Kristjánsdóttir njóti afgerandi stuðnings sem næsti borgarstjóri í Reykjavík. Sterk staða hennar er augljós. Um leið er ljóst að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, er rúinn trausti og hefur ekki styrk eða stuðning flokksmanna og borgarbúa til að taka aftur við embætti borgarstjóra. Það er alveg greinilegt að hann hefur misst stuðning þeirra sem völdu hann til forystu.

Veik staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í könnun Gallups er mikið áhyggjuefni og áfall fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins sem hefur ekki enn tekið af skarið varðandi veika stöðu leiðtogans, sem hefur misst allan þann stuðning sem hann hafði eftir prófkjör og kosningar þar sem hann var valinn til forystu af hálfu flokksins. Hann hefur misst umboð sitt og á því verður að taka. Það er kominn tími til að Vilhjálmur Þ. horfist í augu við þessa veiku stöðu og axli ábyrgð með því að segja af sér leiðtogastöðunni. Það hefur verið beðið of lengi!

Það er kominn tími til að forysta Sjálfstæðisflokksins í höfuðvígi hans horfist í augu við þá stöðu sem uppi er. Leiðtoginn er rúinn trausti og verður úr þessu aðeins þung byrði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það skiptir engu máli hversu traustur hann hefur verið fyrir vissa aðila í flokknum og unnið lengi á vettvangi borgarmála og flokksins. Með mistökum sínum hefur hann skaðað stöðu Sjálfstæðisflokksins svo eftir er tekið og hann verður að taka á sig þessa veiku stöðu sem blasir við.

Vilhjálmur ætti að vera búinn að sjá það fyrir löngu að hann hefur skemmt mjög fyrir Sjálfstæðisflokknum með því að taka ekki af skarið og segjast hið minnsta ekki taka að sér embætti borgarstjóra að nýju. Ég treysti því að sjálfstæðismenn í borginni fari að ná áttum í þessari stöðu og horfast í augu við það óhjákvæmilega í stöðunni.

Hvað varðar þessa könnun finnst mér hún svo afgerandi traustsyfirlýsing við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að það eigi ekki að leika neinn vafi á því að hún eigi að taka við forystu flokksins í borginni sem allra fyrst, og um leið við embætti borgarstjóra í Reykjavík þann 22. mars 2009.

mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég væri innanbúðar þarna væri ég frekar pirraður ef fjöregg og ráðgjöf komi frá Seðlabankanum!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 09:22

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þetta er nú bara ein könnun. Reyndar kom það mér á óvart hversu mikill munur er á þeim. Hélt þau myndu mælast nokkuð jöfn.

Fyrir þau sem hóp hefði ég haldið að það væri erfitt að þurfa að ákveða þetta innbyrðis ef það verður þá niðurstaðan.

Kannski ekki tímabært að hugsa þetta yfir höfuð, Vilhjálmur er oddviti og borgarstjóraefni og mun kannski ekki gefa það neitt frá sér.?

Kolbrún Baldursdóttir, 20.2.2008 kl. 09:48

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta er orðið alveg ljóst Kolbrún. Við getum ekki lengur hugsað um hag eins manns fram yfir hag Sjálfstæðisflokksins. Þetta er grafalvarleg staða. Það að leiðtogi stærsta flokksins í borgarstjórn mælist aðeins með um tíu prósenta fylgi borgarbúa sem borgarstjóri og rétt rúmlega 10% innan eigin flokks eru sláandi tíðindi. Mér finnst kominn tími til að tekið sé á þessari stöðu. Flokknum blæðir á hverjum degi með þetta mál opið. Vilhjálmur verður að segja af sér og það sem fyrst.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.2.2008 kl. 12:09

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sendi þessa með.

Leiðtoginn

Kalt er á toppnum,
kólnandi fer.
Kannski hann fari að frysta.
Kaldar kveðjur berast,
koma við kaunin.
Kulnaður kærleikur er.

(KB)

Kolbrún Baldursdóttir, 20.2.2008 kl. 12:25

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

ég geri ráð fyrir því að vþv taki mark á orðum geirs og yfirlýsing verði í síðasta lagi nú um helgina - svo er bara spurning hvernig menn velja nýjan oddvita, eðlilegast er að næsti maður á lista taki við sem oddviti.

Óðinn Þórisson, 20.2.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband