Össur slær skjaldborg um stjórnendur OR

Össur Skarphéðinsson Mér finnst Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, fara yfir strikið í skítkasti sínu á Gísla Martein Baldursson, borgarfulltrúa, í næturpistli. Orðaflaumurinn og persónulegt hatur fer yfir öll mörk. Það er þó sérstaklega athyglisvert hversu mjög Össur nennir að slá skjaldborg um stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur á þessum síðustu og verstu tímum þeirra, en margir hafa krafist þess að þeir taki pokann sinn vegna REI-klúðursins.

Hef enga séð nenna að leggja sömu lykkju á leið sína og verja þessa menn með sömu áfergju og Össur reynir að gera með frekar hlægilegum hætti. Það leynir sér ekki að Össur er enn mjög sorrí yfir því hvernig fór með REI og virðist frekar en gagnrýna allt klúðrið reyna að kóa það. Í þeim efnum ræðst hann persónulega að Gísla Marteini, sem mér finnst eiginlega einum of mikill barnaskapur. Hann má ekki gleyma því að almenningur hefur fengið nóg af skítabissnessnum sem einkenndi REI.

Það má vel vera að Össur og Gísli Marteinn eigi eitthvað persónulegt óuppgert. Hef ekki hugmynd um það. Þessi skrif eru þó þess eðlis að þar talar frústreraður maður vegna þess að skýjaborgir hans verða ekki að veruleika.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Össur hefur starfað töluvert með Guðmundi á alþjóðlegum vettvangi.  Það yrði mikill missir fyrir OR og útrás jarðvarmans ef hann yrði rekinn fyrir að hlýða skipunum Villa og félaga.

Guðmundur hefur á tíu árum breytt gömlu Reykjavíkurveitunum úr því að vera þunglammaleg borgarfyrirtæki í það að vera leiðandi fyrirtæki á sínu sviði í heiminum.  Slíkt gerist ekki af sjálfu sér.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 20.2.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: Tiger

Mér finnst hann einnig hafa farið langt úr fyrir skítkastsrammann. Satt að það eru allir komnir með miklu meira en upp í háls af þessu máli og tími til að einhver axli ábyrgð og komi þessu máli þar með burt (Villi REI kannski).

Finnst alltaf jafn kjánalegt að sjá háa bloggara gefa út skítkastsfærslur á þessum level. Það er engum til fyrirmyndar - allra síst einum af forystusauðum landsins í dag.

Takk fyrir mig.

Tiger, 20.2.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband