Jón Baldvin og hleraði síminn

Jón Baldvin

Um fátt er nú meira talað en utanríkisráðherrann hleraða og símann hans. Eins og fram kom í skrifum mínum hér í gær tel ég þetta stóralvarlegt mál og mikilvægt að það verði kannað nánar. Það er mjög undarlegt mál að svo virðist vera að forsætis- og dómsmálaráðherra á þeim tíma sem Jón Baldvin Hannibalsson komst að því að skrifstofusími hans í utanríkisráðuneytinu hafi verið hleraður hafi fyrst vitað af því í gær, rétt eins og aðrir landsmenn. Það er stóralvarlegt mál að Jón Baldvin hafi fyrst í gær talið nauðsynlegt að deila þessum upplýsingum með okkur öllum. Þetta er eitthvað sem hann átti að opinbera vitneskju sína um þá þegar og hann komst að þessu.

Ég verð að taka undir skoðanir vinar míns, Halldórs Blöndals, fyrrum forseta Alþingis og ráðherra, sem fram komu í góðu viðtali við hann og Steingrím J. Sigfússon, formann VG, í Kastljósi í gærkvöldi. Það er nú orðið ljóst að hvorugur af valdamestu mönnum sem áttu að vita um þetta mál frá upphafi vissu ekki af því fyrr en í gær. Ég botna því ekki í þessu fjölmiðlaútspili Jóns Baldvins og þessa tímasetningu nákvæmlega. Hefði hann ekki átt að tilkynna meðráðherrum um þessa stöðu mála og eða einfaldlega að gera stöðuna opinbera á blaðamannafundi á árinu 1993, ef honum hefði verið full alvara með að opna allar hliðar málsins. Það er greinilegt að ekki er öll sagan sögð nú, tel ég.

Allir vita að Jón Baldvin Hannibalsson var ekki í hávegum hafður hjá Rússum eftir að hann spilaði sögulegt hlutverk í því að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna árið 1991. Það varð upphafið að endalokum Sovétríkjanna táknrænt séð, enda vildu allar þjóðirnar standa á eigin fótum eftir að Eystrasaltsríkin komu undir sig fótunum. Voru það Rússarnir sem voru að hlera Jón Baldvin og fylgjast með honum? Stór spurning, en vart óeðlileg í stöðunni sem uppi er. Mér finnst margt vanta enn í þessa sögu eftir að hafa kynnt mér hana betur. Af hverju tilkynnir Jón Baldvin fyrst nú um hleraðan síma fyrir 15 árum? Hví gerði hann ekki samstarfsmönnum í ríkisstjórn grein fyrir þessu?

Fannst líka merkileg saga Halldórs Blöndals í Kastljósinu í gær um að samtal hans og Þorsteins Pálssonar, í forsætisráðherratíð Þorsteins, hafi verið hlerað og Magnús Skarphéðinsson hafi takið samtalið upp og það verið spilað. Þetta er eitt þessara mála sem virka með hreinum ólíkindum og vekja mann til umhugsunar um að opna allt upp á gátt. Það virðist fjarstæða að tala um aðeins eina hlið hlerana og leynistarfsemi sé þessi frásögn og öll hlið hennar rétt er meira þeim megin en bara þetta. Svo leiðist mér mjög einhliða blaður Steingríms J. um að sjálfstæðismenn vilji þegja málið í hel. Veit ekki betur en að Halldór hafi flutt ræðu um daginn og hvatt til þess að allt yrði t.d. opnað.

Finnst þetta undarlegt mál og það væri gott að heyra söguna alla af þessu máli. Mér finnst þetta hálfsögð saga sem heyrist frá utanríkisráðherranum hleraða. Hversvegna í ósköpunum varð þetta ekki að umfjöllunarefni á æðstu stöðum meðan að Jón Baldvin Hannibalsson var einn valdamesti stjórnmálamaður landsins fyrir rúmum áratug. Hví gerir hann þetta að fjölmiðlamáli nú þegar að hann er orðinn rólegheitamaður úti í sveit. Þetta er mjög undarlegt mál og mikil þörf á að allir þættir fari upp á borðið og það rannsakað til fulls. Það hefði átt að gera fyrir þessum 13 árum eiginlega þegar að Jón komst að því að hann var hleraður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Fannst líka merkileg saga Halldórs Blöndals í Kastljósinu í gær um að samtal hans og Þorsteins Pálssonar, í forsætisráðherratíð Þorsteins, hafi verið hlerað og Magnús Skarphéðinsson hafi takið samtalið upp og það verið spilað".

Mér þótti sérstaklega athyglivert að þáttarstjórnandinn Sigmar virtist ekki taka eftir þessum orðum Halldórs.

Fáum við ekki meira að heyra um þetta sérstaka mál.

Varðandi mál Jóns Baldvins virðist mér sem athyglisþörfin brjótist nú fram sem aldrei fyrr.

Hann þyrfti að fá þátt á Útvarpi Sögu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.10.2006 kl. 13:20

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, það verður að ræða alla þætti þessa máls að mínu mati mjög vel. Það verður allt að fara upp á borðið, svo einfalt er það. Skil ekki í Jóni Baldvin að segja þetta nú en ekki á þeim árum sem að hann var utanríkisráðherra og í lykilstöðu til að kanna málin. Gleymum ekki að þessi maður var ráðherra í átta ár samfellt, allan tímann leiðtogi stjórnarflokks í stjórnarsamstarfi. Þetta var einn valdamesti stjórnmálamaður landsins, hann sprengdi jú ríkisstjórn árið 1988 og setti Sjálfstæðisflokkinn þá úr stjórn. Hans þögn um þetta þar til nú vekur verulega miklar spurningar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.10.2006 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband