Svimandi verðmunur milli Íslands og Danmerkur

Mjólkurvörur

Það var sláandi að sjá verðmuninn milli verslunar í Danmörku og hér í Hagkaupsverslun heima á fróni sem fram kom í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Sérstaklega er með ólíkindum að sjá muninn t.d. á landbúnaðarafurðum, t.d. kjöt- og mjólkurvörum. Þeir Sölvi Tryggvason og Sighvatur Jónsson eiga hrós skilið fyrir vandaða og góða umfjöllun, sem eflaust fékk marga til að hugsa málið verulega. Þetta var vel gert hjá þeim og umfjöllunin vakti vissulega athygli þeirra sem fara í verslun á hverjum degi og kaupa nauðsynjavörur sínar sláandi hærra verði en gengur og gerist á Norðurlöndunum.

Framundan eru tímamót með lækkun matarskattsins, sem er mikið gleðiefni, en betur má þó ef duga skal. Lít á þetta sem fyrsta stóra skrefið á nokkurra þrepa vegferð til að laga matarverð til þess sem eðlilegt á að teljast. Það er þörf á að ganga lengra, en öll metum við það skref sem nú hefur verið stigið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Sigurrós Maríudóttir

Það verður gaman að sjá hvernig þetta verður á íslandi þegar þessi nýju lög verða komin.

Sjálf bý ég í Noregi og það finnst mér alveg ótrúlegt hvað er mikill munur á verði hér á mat og á íslandi, þó svo noregur sem dýrari en bæði Svíþjóð og Danmörk þá er samt ódýrara að versla hér en á íslandi.

Og til að bæta gráu ofan á svart þá eru líka mikið hærri laun.

Svo ég fyrir mína parta fylgist vel með þróununni, kannski það verði bara lift að búa á íslandi seinna meir.

Eva Sigurrós Maríudóttir, 11.10.2006 kl. 15:37

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir gott innlegg. Gaman að lesa um hvernig þetta sé t.d. í Noregi. Þetta er gott skref sem stigið er, en meira þarf að gera. Verður spennandi að sjá hvernig þetta verður á næstu árum.

mbk. Stefán Fr.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.10.2006 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband