Mikhail Gorbachev kominn til landsins

Mikhail Gorbachev

Mikhail Gorbachev, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, er nú kominn til landsins til að minnast tveggja áratuga afmælis leiðtogafundar stórveldanna sem haldinn var í Höfða í Reykjavík, 11. og 12. október 1986. Það er stórviðburður að Sovétleiðtoginn fyrrverandi komi til landsins og verður fróðlegt að heyra fyrirlestur hans á morgun í Háskólabíói, þar sem hann fer yfir áhrif fundarins á alþjóðastjórnmál. Það var athyglisvert að sjá viðtal Þóris Guðmundssonar, varafréttastjóra Stöðvar 2 við hann í kvöldfréttum fyrir stundu. Þar ítrekaði hann fyrri ummæli sín um að fundurinn hafi markað þáttaskil í viðræðum um takmörkun kjarnorkuvopna og við endalok kalda stríðsins.

Sagðist Gorbachev að þar hafi komið fram í fyrsta skipti í viðræðum sínum með Ronald Reagan að þeir gæti samið og rætt saman málin með sáttatóni. Þó ekki hafi verið undirritaðir samningar um alheimsfrið eða takmörku kjarnavopna hafi þessi fundur grundvöllur alls sem síðar gerðist í alþjóðastjórnmál, er mörkuðu þáttaskil í heimsmálunum. Kom fram það mat hans að þeir hefðu á fundinum sýnt hugrekki, visku og ábyrgð. Það var fróðlegt að heyra skoðun hans á alþjóðastjórnmálum, einkum í ljósi kjarnorkutilrauna stjórnvalda í Norður-Kóreu hina síðustu daga sem mikið hafa verið í fréttum. Það er greinilegt að hann telur blikur á lofti í þeim efnum.

Leiðtogafundurinn í Höfða haustið 1986 spilar veigamikinn sess í Íslandssögunni og er okkur öllum í minnum hafður sem upplifðu þessa tíma. Persónulega gleymi ég aldrei biðinni á sunnudeginum 12. október 1986, þegar að myndavél Sjónvarps einblíndi í nokkra klukkutíma á hurðarhúninn á Höfða. Fundinum seinkaði og flestir töldu heimssögulegan atburð framundan hér á Íslandi. Það voru vonbrigði þegar að fundinum lauk án samkomulags og margir dæmdu hann misheppnaðan. Þetta voru sögulegir tímar og mjög eftirminnilegir. Útsending Sjónvarpsins á þessum tíma var mjög vönduð, en Ingvi Hrafn Jónsson stóð vaktina með sínu liði á fréttastofu Sjónvarpsins alla helgina.

Í gær var góð umfjöllun um leiðtogafundinn í Kastljósi. Þar fórum við um Höfða undir leiðsögn Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra og fyrrum forsætisráðherra, en hann var borgarstjóri í Reykjavík þegar að fundurinn fór fram. Fundarstaðurinn var eins og fyrr segir Höfði, sem er móttökuhús Reykjavíkurborgar. Það var margt fróðlegt sem fram kom í spjallinu og áhugavert að heyra hlið Davíðs Oddssonar á þessum sögufræga leiðtogafundi Reagans og Gorbachevs, sem fram fór í litlu húsi í Reykjavík, er varð miðpunktur heimsins helgi eina fyrir tveim áratugum.

mbl.is Mikhaíl Gorbatsjov kominn til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband