Jón Gunnarsson í þingframboð

Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, hefur nú tilkynnt um þingframboð sitt í kraganum og býður sig fram í fjórða sætið. Hann stefnir því á sama sætið og Sigurrós Þorgrímsdóttir, alþingismaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi, Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, og Bryndís Haraldsdóttir, varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ. Það stefnir því í hörkuspennandi slag um þetta sæti. Um þriðja sætið munu svo allavega berjast þau Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Kópavogi.

Eins og vel hefur komið fram áður stefnir flest í að enginn fari fram gegn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Bjarna Benediktssyni, alþingismanni, sem hafa gefið kost á sér í fyrsta og annað sætið, en þau eru einu þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi kjörnir 2003 sem gefa kost á sér til endurkjörs. Sigurrós varð formlega alþingismaður í Suðvesturkjördæmi í maílok þegar að Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, sagði formlega af sér þingmennsku, en hún tók þó oft sæti á þingi á kjörtímabilinu, bæði við ársleyfi Gunnars og í fæðingarorlofi Þorgerðar Katrínar á þingvetrinum 2003.

Þetta verður því greinilega spennandi prófkjör um neðri sætin, þriðja til sjötta, að öllum líkindum. Það er þó mjög merkilegt að formaður fulltrúaráðsins í Kópavogi berjist við bæjarfulltrúa og þingmann úr Kópavogi um sama sætið. En það er fyrir öllu að spennandi prófkjör verði í kraganum og það er ljóst að nokkur spenna verður á kjördag, 11. nóvember nk.


mbl.is Jón Gunnarsson býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband