Gorbachev fer aftur í Höfða

Mikhail Gorbachev

Nú á þessu kvöldi eru tveir áratugir frá því að leiðtogafundinum sögufræga í Höfða lauk. Það var merkilegt að sjá Sovétleiðtogann fyrrverandi Mikhail Gorbachev aftur í Höfða á þessum degi, tveim áratugum eftir að leiðir hans og Reagans forseta skildu, og minnast með forystumönnum úr íslensku þjóðlífi þessa fundar. Þetta kvöld árið 1986 þótti vera kvöld vonbrigða, flestir töldu fundinn misheppnaðan og hans yrði minnst fyrir mistök við að ná samkomulagi. Það fór ekki svo. Þar voru stigin skref í áttina að frægu samkomulagi. Þetta var fundur árangurs í að ljúka kalda stríðinu og reka fleininn í kommúnistastjórnir í Austur-Evrópu.

Þetta var fundur árangurs við að ljúka sögulegum átökum sem stóðu í áratugi. Það er við hæfi að þessi friðarverðlaunahafi Nóbels komi hingað og minnist þessa árangurs nú. Það er líka mjög áhugavert að heyra skoðanir hans á þessum fundi og árangrinum sem náðist í þessari Íslandsför hans. Það varpar vissum skugga að enginn forystumaður vestanhafs frá skyldi koma hingað nú. Reagan forseti er látinn fyrir nokkrum árum, en var veikur í áraraðir þar áður, en það hefði verið vel til fundið að fá t.d. George Schultz, fyrrum utanríkisráðherra, hingað líka. Til að gera sögulega séð upp fundinn í Reykjavík, fundinn sem markaði þáttaskil.

mbl.is Mikhaíl Gorbatsjov heimsótti Höfða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband