Javier Bardem hlýtur aukaleikaraóskarinn

Javier Bardem í No Country for Old Men Spænski leikarinn Javier Bardem hlaut fyrir nokkrum mínútum óskarinn fyrir leik í aukahlutverki fyrir magnaða túlkun sína á morðingjanum Anton Chigurh í kvikmynd Coen-bræðra No Country for Old Men. Þetta var í annað skiptið sem Bardem er tilnefndur til verðlaunanna, en hann fékk fyrri tilnefninguna árið 2000 fyrir túlkun sína á Reinaldo Arenas í kvikmynd Julian Schnabel, Before Night Falls.

Bardem er alveg nístandi hrollvekjandi í hlutverki sínu í myndinni, er alveg ískaldur í gegn í drápunum og fer á þvílíkt flug í þessum karakter. Hárgreiðslan er líka svakaleg alveg. Hann verður svo nöturlegur í rullunni. Þegar að ég sá fyrstu klippurnar af Bardem í þessu hlutverki var ég viss um að hann myndi fá óskarinn. Hann hefur verið þekktur fyrir svipmikla karaktera alla tíð, en þessi er alveg magnaður. Gleymist engum sem sjá myndina.

Man fyrst eftir Bardem í La Madre, spænskri mynd frá árinu 1995, en svo var það auðvitað í Before Night Falls sem hann varð loksins heimsfrægur. Besta leiktúlkun hans finnst mér þó vera eftirminnileg tjáning hans á Ramón í The Sea Inside (Mar Adentro), en það er mynd sem heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum og ég varð eiginlega undrandi að hann fékk ekki tilnefningu til óskars fyrir hana, enda algjörlega frábær mynd. Hann var líka góður í Collateral

Það var eiginlega varla vafi á að Bardem myndi sigra. Það var helst að litið var á Philip Seymour Hoffman og Casey Affleck sem keppinauta, en þetta er árið hans Bardems og sigurinn verðskuldaður. Þetta er líka í fyrsta skiptið sem spænskur leikari vinnur óskarinn. Merkilegur áfangi það.

Það er spenna yfir óskarsverðlaunaafhendingunni. Framundan eru stærstu flokkarnir, þegar að tækni- og umgjörðarverðlaunum kvikmyndanna lýkur. Það er góðs viti fyrir No Country for Old Men og Coen-bræður að Bardem hafi unnið og fróðlegt að sjá hvort hún taki kvöldið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú stendur þig vel á vaktinni, ég er hérna líka og ætla að vaka út í gegn.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 02:44

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Gott að heyra Ásdís mín. Já, þetta er virkilega spennandi. Jafnast ekkert á við Óskarinn :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.2.2008 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband