Coen-bræður vinna leikstjóraóskarinn

Coen-bræður Coen-bræður, Joel og Ethan, hlutu nú á fimmta tímanum leikstjóraóskarinn fyrir kvikmyndina No Country for Old Men. Loksins, loksins, segi ég og eflaust flestir kvikmyndaáhugamenn um allan heim. Coen-bræður hafa átt mörg traust meistaraverk síðustu tvo áratugina en aldrei tekið óskarinn fyrir leikstjórn fyrr en nú og var kominn tími til svo sannarlega.

Sigur þeirra er sögulegur, en það hefur aðeins gerst einu sinni áður að tveir menn vinni saman leikstjóraóskarinn. Það voru Jerome Robbins og Robert Wise fyrir West Side Story árið 1961. Ekki amalegt að fara í hóp með þeim snillingum.

Rakti áðan stóru myndirnar þeirra í biðtímanum eftir leikstjóraverðlaunum og óþarfi að endurtaka það. Ég sem aðdáandi þeirra og kvikmyndaverkanna sem þeir hafa gert er alsæll með sigur þeirra á þessu kvöldi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband