Skrautlegt hlerunarmál

Jón Baldvin

Sífellt skrautlegra verður hlerunarmálið sem kennt er við Jón Baldvin Hannibalsson. Í gærkvöldi var Jón Baldvin gestur Sigmars Guðmundssonar í Kastljósi. Þar var rætt um hlerunarmálið og tengdar hliðar þess. Þar fannst mér ráðherrann fyrrverandi tala um þessi mál enn merkilegar en áður, enda virðist manni þetta vera orðið svo kostulegt að líkist í raun ótrúverðugum reifara. Mér finnst sífellt vera að verða æsilegri atburðarásin öll. Mér finnst persónulega mjög ótrúlegt að einhver maður hafi setið og hlerað daginn út og inn þennan síma. Sé þetta rétt er það þó auðvitað mjög stórt mál og enn og aftur undrast maður af hverju þetta var ekki almenningi ljóst fyrr en nú.

Þögn Jóns Baldvins Hannibalssonar í þessum efnum í heil þrettán ár er æpandi í þessu máli. Það kemur engan veginn heim og saman að einn allra valdamesti maður landsins hafi ekki getað skýrt þjóðinni frá þessu máli, hafi það gerst á þeim tíma. Mér fannst Jón Baldvin alveg kostulegur er hann reyndi eiginlega mun frekar að lýsa Rúmeníu hins alræmda Ceausescu-tíma frekar en því Íslandi sem ég upplifði í upphafi tíunda áratugarins. Það er mjög undarlegt hafi maður sem hafði örlög ríkisstjórnarinnar í hendi, áður slitið tveim ríkisstjórnum, ekki bein í nefinu til að segja þjóðinni stöðu mála hafi hleranirnar gerst og hann komist að einhverju slíku. Hann hafði öll tækifæri til að segja frá þessu, en notaði þau ekki. Mér finnst það mjög alvarlegt mál og hlýtur að kasta rýrð á frásögn hans.

Fannst merkilegt að heyra viðtalið í Kastljósi við Magnús Skarphéðinsson, bróður Össurar Skarphéðinssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Hann sagðist fyrir tilviljun hafa "dottið inn í" símtal milli Þorsteins Pálssonar, þáv. forsætisráðherra, og Halldórs Blöndals, alþingismanns. Þetta er merkileg uppgötvun. Það væri fróðlegt að heyra meira um það hvernig að Magnús datt inn í símtal milli forsætisráðherra og stjórnarþingmanns. Finnst margt undarlegt í þessum efnum. Fyrst og fremst þarf að færa öll mál upp á borðið, rannsaka þau og fara yfir. Þetta er að verða eins og einn stór reifari sem maður hefur lesið í jólabókaflóðinu.

Það merkilegasta er að þetta eru raunverulegir valdamenn sem segja frá og eiga að hafa lent í svona atburðarás. Það merkilegasta er að enginn sagði frá neinu og allt er hulið á bakvið þagnargler fortíðarinnar. Mér finnst það mjög ámælisvert, í sannleika sagt.


mbl.is Fullyrðir að Jón Baldvin hafi sætt hlerunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Já þetta er allt mjög svo undarlegt, mér fannst nú Jón vera að kenna Sigmari að vinna rétt vinnu sína þarna í kastljósi. Og mjög sem viðtalið við Magnús var merkilegt þá var þetta augnaflakk hans pirrandi. Hann horfði aldrei á spyrjanda heldur var alltaf að líta til hliðar ( datt í hug hvort að væri eitthvað þarna sem hann sæi. Það er satt, þetta er farið að verða eins og reifari með smá korsningalykt.

Sigrún Sæmundsdóttir, 13.10.2006 kl. 12:31

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, tek undir það. Fannst þetta merkilegt viðtal við Magnús, enda hafði ég það á tilfinningunni að hann vissi mun meira en hann sagði. Þetta er allavega kostulegt mál í alla staði og þetta er reifara líkast, alveg hiklaust.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.10.2006 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband