Fundaherferđ Péturs í prófkjörsslagnum

Pétur H. Blöndal

Á međan ađ flestir prófkjörsframbjóđendur í Reykjavík eru ađ opna heimasíđur og kosningaskrifstofur sínar til ađ kynna sig beitir Pétur H. Blöndal, alţingismađur, allt öđrum ađferđum. Í stađ hins hefđbundna er Pétur međ opna málefnafundi, fundaröđ um frelsi og velferđ í samfélaginu, til kynningar á sér og sínum stefnumálum í kosningabaráttunni. Mun Pétur stefna ađ sex fundum og ţar verđi tekiđ fyrir eitt mál á hverjum ţeirra. Mun Pétur hafa valiđ sér fundarstjóra sem allir eiga ţađ sameiginlegt ađ hafa gjörólíkar skođanir á málum og hann. Međal ţeirra sem verđa fundarstjórar eru m.a. Andri Snćr Magnason, Guđrún Helgadóttir og Sigursteinn Másson.

Stefnt er ađ fundum um umhverfismál, málefni aldrađra, stöđu öryrkja, skattamál, Evrópumál og fjármagnskerfiđ. Munu fundirnir allir verđa í Odda í Háskóla Íslands og sá fyrsti mun verđa á morgun. Pétur beitti svipađri taktík í prófkjörsslagnum áriđ 2002 og hélt ţá fjóra fundi í Odda til ađ kynna sig og var ţar frummćlandi međ einstaklingi á hverjum fundinum fyrir sig sem voru allir vinstrimenn. Ţetta mćltist vel fyrir og Pétur náđi góđum árangri í ţví prófkjöri. Ég var einmitt ađ hugsa um daginn hvernig Pétur myndi hafa baráttuna nú, enda hvergi séđ hann vera međ vef né skrifstofu.

Ţetta verđur fróđlegt međ ađ fylgjast. Annars var Pétur međ heimasíđu eitt sinn, en ţađ var ekkert annađ en prófkjörsvefur svosem fyrir síđustu kosningar, og merkilegt ađ sjá hvort hann opnar ekki vefinn aftur á lokavikum baráttunnar. Ef marka má auglýsingar síđustu daga stefnir Árni Johnsen ađ svipađri fundaherferđ í Suđurkjördćmi og hefur ţar auglýst fjölda funda um allt kjördćmiđ fram ađ prófkjöri, en ţeir verđa ţó ekki eins uppbyggđir og fundir Péturs í Odda.

Ţađ er allavega ekki hćgt ađ segja annađ en ađ ţetta sé barátta mjög frábrugđin ţví sem flestir ađrir gera á ţessum tíma ţegar ađ styttist í prófkjörsdaginn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband