Algjört ógeð

Það er ekki hægt annað en að bjóða við því þegar að karlmenn reyna að setja lyf í áfenga drykki stúlkna á skemmtistöðunum til að eiga auðveldar með að nauðga þeim. Þetta er ískaldur raunveruleiki erlendis og hefur heyrst af tilfellum af þessu tagi hérna heima. Það er erfitt að eiga við svona á skemmtistöðunum þar sem er fjöldinn allur af glösum og er auðvitað besta ráðið að aldrei sé drukkið úr glösum nema þeim sem fólk sækir sjálft eða getur treyst öðrum fyrir með áreiðanlegum hætti.

Þess eru reyndar dæmi að þetta hafi verið gert við karlmenn líka, að konur hafi sett ólyfjan í drykki þeirra. Þetta er ógeðslegur heimur sem felst í notkun svona lyfja og er dapurlegt að öllu leyti.

mbl.is Grunaðir um að hafa sett lyf í drykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Margir sem koma á barinn þar sem ég er að vinna, taka glösin með sér á klósettið og eru mjög ósáttir við að skilja glösin eftir á barnum þegar þeir/þær fara út að reykja.  Það er mjög skiljanlegt þegar maður les þessa frétt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.2.2008 kl. 01:42

2 Smámynd: Tiger

  Maður skilur ekki hvernig einhver getur fengið eitthvað út úr því að deyfa einhverja manneskju svo mikið að hún geti ekki tekið þátt í athöfnum sem eiga að vera fallegar á milli tveggja manneskja.

Ótrúlegt hvað margir geta lagst lágt við það að svala brengluðum þörfum sínum með ólyfjan. Finnst að það mætti taka miklu harðar á þeim sem slíkt gera og sérstaklega þeim sem verða uppvísir að slíku aftur og aftur..

Tiger, 26.2.2008 kl. 03:06

3 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Ömurlegt en algengt! Hvað gengur að í hausnum á svona mönnum. Er ekki nóg að glíma við sjálfan sig og allt eitrið sem margur hefur vanið sig á þarf maður líka að hafa áhyggjur af öðrum sem troða eitrinu í annað fólk ?

Bendi á nýtt blogg mitt Stefán minn um heilsutengd málenfi á mbl.is

Slóðin er:http://joninaottesen.blog.is/blog/joninaottesen eða undir Jónína Ben. Ottesen er eftirnafn móður minnar. Hún var frá Akureyri eins og þú! :-))

Velkominn með fyrirspurnir Stefán Friðrik og bloggvinir hans!

Jónína Ben

detox.is

Jónína Benediktsdóttir, 26.2.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband