Ódýrara að fara í Hvalfjarðargöngin

Hvalfjarðargöng Það er gott að heyra að lækka eigi veggjaldið í Hvalfjarðargöngin. Það er eiginlega kominn tími til að prísinn verði ódýrari, enda verða göngin tíu ára í sumar og ágætt að þeir sem fara um göngin finni fyrir einhverri verðlækkun á þeim tímamótum.

Annars hefur umferðin um göngin verið mun meiri en áður var talið og þeir eru fáir sem keyra Hvalfjörðinn. Man að þegar að göngin voru vígð voru áætlanir um að það tæki sautján ár að borga göngin með þeim vegtolli sem þá var lagt upp með.

Það eru tíu ár liðin frá opnun og mér minnir að tölur hafi sýnt að um 95% sem fara leiðina, hið minnsta, fari göngin og sleppi Hvalfirðinum. Það segir allt sem segja þarf um hversu mikil samgöngubót Hvalfjarðargöngin voru.

mbl.is Veggjald í Hvalfjarðargöngum lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eiga að gilda sömu reglur um öll vegamannvirki. Á í framtíðinni að rukka í tvöföldum Hvalfjarðargöngum, stytting um Svínaskarð og gegnum Vaðlaheiði? Á þá að rukka 2 +2 á suðurlandi? Þetta eru ansi áleitnar spurningar sérlega eftir að flugvöllur legst af í Reykjavík.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 11:28

2 identicon

Fer gjaldtaka ekki algerlega eftir því hvort um er að ræða einkaframkvæmd eins og Hvalfjarðargöngin eða opinberar framkvæmdir eins of að ég held restina af þjóðvegi 1?

Hvalfjarðargöng voru fjármögnuð og byggð af einkaðalium og þeir eiga þá væntanlega rétt á því að koma út á sléttu og jafnvel með einhverjum hagnaði, ekki satt? 

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband