Erfið byrjun fyrir sænsku stjórnina

Fredrik Reinfeldt

Í gær var vika liðin frá því að ríkisstjórn borgaraflokkanna undir forsæti Fredrik Reinfeldt tók við völdum í Svíþjóð. Það verður þó seint sagt að óskabyrjun marki fyrstu viku valdaferils flokkanna, en hvert vandræðamálið hefur rekið annað síðustu dagana og sér ekki fyrir endann á vandræðaganginum. Mest hljóta að teljast nokkur vandræði Mariu Borelius, viðskiptaráðherra Svíþjóðar, en vist hennar í ráðuneytinu byrjaði fljótt á uppljóstrunum um að hún hefði greitt dagmæðrum laun á síðasta áratug án þess að gefa það upp til skatts. Baðst hún fyrirgefningar á því og sagðist forsætisráðherrann ætla að veita henni annað tækifæri til viðbótar við þetta.

Nú hefur að auki komist upp að viðskiptaráðherrann og Greger Larsson, eiginmaður hennar, eiga sveitasetur í Falsterbro í Svíþjóð sem skráð er á félag sem mun vera vistað í skattaskjólinu Jersey. Eins og það sé ekki nógu skaðlegt hefur að auki verið upplýst í sænskum fjölmiðlum í gær og í dag að þau hjón munu eiga íbúð í Cannes sem skráð er á mann að nafni Karl Larsson, en millinafn eiginmanns ráðherrans er Karl, greinilega til að fela eignir, eða látið er að því liggja í fjölmiðlum. Vandræðalegust varð þó uppákoman er Borelius sagðist ekki haft efni á öðru en greiða dagmæðrunum svart er upp komst að tekjur hjónanna voru þá um 16 milljónir sænskra króna.

Maria Borelius

Það má fullyrða að staða Mariu Borelius sé orðin svo veik að henni verði varla sætt mikið lengur, hneykslismálin séu orðin það mörg og erfið fyrir hana að hún standi þau ekki af sér. Forsætisráðherrann, sem sagðist veita henni eitt tækifæri, hefur sagt að nú muni lögmenn Hægriflokksins fara yfir mál ráðherrans og afla sér upplýsinga um þau og svo taka af skarið hvort henni sé sætt. Sænskir fjölmiðlar fjalla ekki um neitt annað en vandræðagang Borelius og fullyrða má að henni verði ekki sætt.

Að auki öllu þessu hefur verið upplýst að Cecilia Stegö Chilò, menntamálaráðherra, hafi ekki greitt afnotagjöld af sænska ríkisútvarpinu í heil 16 ár. Vart þarf að taka fram að Cecilia er æðsti yfirmaður sænska útvarpsins og því er þetta mjög pínlegt fyrir hana og stjórnina. Mun hún hafa leynt forsætisráðherranum þessu fyrir ráðherravalið. Einnig hefur komið í ljós að Maria Borelius hefur ekki greitt afnotagjöld eftir að hún flutti lögheimili sitt til Stokkhólms og annar ráðherra, Tobias Billström, hefur ekki greitt gjöldin heldur.

Fredrik Reinfeldt

Í ofanálag við allt fyrrnefnt hafa tveir ráðherrar viðurkennt að hafa reykt hass á árum áður og umhverfisráðherrann, Andreas Carlgren, er talinn ekki hafa greint rétt frá tekjum sínum til skattayfirvalda. Þetta er alveg ótrúleg staða og með ólíkindum hvernig þessir ráðherrar komust til forystustarfa. Ekki hefur mikil athugun allavega farið fram á þeim. Telja má fullvíst að Reinfeldt neyðist til að endurskoða tilvist nokkurra þeirra í ríkisstjórn.


mbl.is Fyrsta vikan var nýju sænsku ríkisstjórninni erfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já, dálítið klúður hjá þessum hægrimönnum. Byrja á því að fá á sig helling af hneykslismálum. Ekki beint til fyrirmyndar og gefur ekki góð fyrirheit um framhaldið.

Bestu kveðjur,

Hlynur

Hlynur Hallsson, 14.10.2006 kl. 13:19

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hárrétt hjá þér Ísak. Það eru alltof mörg dæmi um íslenska stjórnmálamenn sem hafa brotið af sér en það hefur ekki hvarflað að þeim að segja af sér. Það verður að taka upp nýtt siðferði í íslenskum stjórnmálum.

Hlynur Hallsson, 14.10.2006 kl. 14:28

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin. Já, þetta er mjög vond byrjun hjá þessari ríkisstjórn og með ólíkindum að ekki hafi betri grunnkönnun á bakgrunni og verkum ráðherranna verið gerð. Verst af öllu er þó að viðskiptaráðherrann Borelius, sem nú hefur sagt af sér, fái árslaun eftir vikustarf á ráðherrastóli. Frekar dapurt og hlýtur að teljast umdeilanlegt og vert að breyta eitthvað um að ráðherra verði að sitja þar vissan tíma til að fá biðlaun af þessu tagi.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.10.2006 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband