Kjördæmisþing um helgina

Sjálfstæðisflokkurinn

Um helgina verður kjördæmisþing okkar sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi haldið að Skjólbrekku í Mývatnssveit. Þar mun verða tekin ákvörðun um hvort efnt verði til prófkjörs til vals á frambjóðendum flokksins eða stillt upp á lista. Fyrir fundinum liggur tillaga stjórnar kjördæmisráðsins um að fram muni fara prófkjör laugardaginn 25. nóvember nk. Á fundinum verður tekin nánari afstaða til þessara mála og gengið frá ákvörðun um alla hluti væntanlegs prófkjörs, enda má telja fullvíst að boðað verði til prófkjörs og sú afstaða njóti stuðnings meirihluta fundarmanna.

Gestir fundarins verða Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum verður rætt um allar hliðar væntanlegra kosninga og farið yfir stöðu mála. Þegar liggur fyrir að þrír einstaklingar; Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Þorvaldur Ingvarsson lækningaforstjóri, gefi kost á sér til forystu á framboðslista flokksins, en Halldór Blöndal, núv. leiðtogi flokksins í kjördæminu, gefur ekki kost á sér.

Þetta verður væntanlega góð og hressileg helgi í hópi góðra vina fyrir austan í Mývatnssveit og verður ánægjulegt að fara þangað, ræða um verkefnin framundan og fara yfir skoðanir fólks á frambjóðendum og stöðu mála á þessum kosningavetri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband