Einar heimilar aftur loðnuveiðar - góð tíðindi

Einar Kristinn Guðfinnsson Það er mjög gott að heyra að Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, hafi heimilað loðnuveiðar að nýju. Það dimmdi yfir byggðum landsins um daginn þegar að veiðarnar voru stöðvaðar og var það gríðarlegt áfall ofan í fyrri fregnir um kvótaniðurskurðinn og hefði verið sem rothögg fyrir t.d. Vestmannaeyjar, Fjarðabyggð og Þórshöfn hefðu þessi niðurstaða gengið eftir að öllu leyti.

Það er gleðidagur fyrir landsbyggðina að veiðarnar geti hafist aftur og vonandi mun ganga vel að veiða þann kvóta sem veittur verður. Það er viðbúið að aflamarkið lækki örlítið en það er fyrir mestu að veiðarnar geti hafist og þetta verði sem eðlilegast. Fyrri ákvörðun var skelfileg að öllu leyti og því bjartara yfir öllum í dag að fyrri niðurstaða var ekki endanleg.

mbl.is Loðnuveiðar heimilaðar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg er farin að halda að þetta hefi verið plott hjá Einari,og ekkert annað ,það gefur á bátnin þá er þetta sett á svið///,Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.2.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband