Gaukur áfrýjar - eðlilegt að fá álit Hæstaréttar

Gaukur Úlfarsson Það er ánægjulegt að Gaukur Úlfarsson áfrýji bloggdómnum sögulega í gær. Mér finnst það mikilvægt að þessi dómur fari fyrir Hæstarétt og þar komi annaðhvort staðfesting á þessari sýn héraðsdóms eða henni verði algjörlega hnekkt. Það er eiginlega varla komið alvöru fordæmi um niðurstöðu í dómum um bloggskrif nema að Hæstiréttur felli úrskurð í málinu.

Ég fagna því hinsvegar að fram komi dómur sem sýni hvað sé eðlilegt og hvað ekki á netinu. Enda mátti finna fyrir því að sumir sem skrifa hvað sem þeim dettur í hug án þess að bera virðingu fyrir öðrum var ekki pent sama um niðurstöðuna. Það er eðlilegt að öllu frelsi fylgi ábyrgð. Það verður að vera öllum ljóst að bloggskrif eru opinber, þetta er fjölmiðill sem þarf að skrifa á af ábyrgð og við berum fulla ábyrgð á því sem við skrifum. Bloggskrif eru ekki bara blaður út í bláinn.

Það er gott að fram komi hvar mörkin séu og hver staða mála sé. Í aðstæðum sem þessum þarf að fá álit Hæstaréttar og er eiginlega þarfaverk að fara með málið alla leið til að fá úrskurð þar um.

mbl.is Gaukur mun áfrýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hver er Gaukur?  Þó ég viti ekkert um þann mann, er þetta mál út í hött. Það má ekkert við Íslendinga segja, þá fara þeir út í horn og grenja, og fara í meiðyrðamál þegar þeir eru búnir að snýta sér. Nú er örugglega einhver farinn að íhuga meiðyrðamál gegn mér fyrir þessi orð.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.2.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband