Eiga stjörnurnar sér einhvern snefil af prívatlífi?

Jennifer Aniston Það er stundum svolítið spes að fylgjast með umræðunni um líf stjarnanna í glysheimum. Áhugi pressunnar á lífi þeirra virðist æði oft ótakmarkaður. Gott dæmi um fórnarlömb glamúrsins sem verða margtuggnar eru Britney Spears og Anna Nicole Smith. Allir vita hvernig umfjöllun um líf þeirra var.

Mér finnst svolítið spes að lesa þessa frétt um Jennifer Aniston. Er þetta ekki umræða sem fer ansi nærri prívatlífi viðkomandi stjörnu? Hvernig stendur á því að þessi atriði koma okkur yfir höfuð við? Veit ekki hvers vegna við ættum að vera að velta því fyrir okkur hvernig ástalífi þessi stjarna lifir og hverjir sofi hjá henni og hversu langt er síðan.

Rými stjarnanna er oft ekki mikið. Líf þeirra hlýtur æði oft að vera litlaust og leiðinlegt. Einkalíf stjarnanna verður almannaeign merkilegt nokk. Ég veit ekki af hverju þetta kemur okkur við. En það virðist samt eiga að vera okkur mikilvægt.

Það er svosem ekkert að hugleiðingum um feril stjarnanna og hvað þau eru að gera í sínum verkum en svona prívat finnst mér að eigi að vera þeirra, ekki annarra.

mbl.is Ekkert kynlíf í hálft ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ætli það komi ekki bráðum í Séð og Heyrt hverjir stunda kynlif og hverjir ekki á Íslandi og hversu langar pásur liðið tekur.  Ljóta vitleysan.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég vona að við íslendingar verðum aldrei eins og ameríkanar, með þessa áráttutengdu aðdáun/ofstæki þegar frægar manneskjur eiga í hlut

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.2.2008 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband