Fíkniefni finnast í skólasamfélaginu á Bifröst

Það er dapurlegt að heyra að fíkniefni hafi fundist í skólasamfélaginu á Bifröst. Það er alltaf slæmt þegar að slíkt gerist í samfélagi af þessu tagi og er aldrei til að styrkja ímyndina á því sem heilsteyptu og góðu umhverfi í menntamálum. En það er við því að búast að ekki séu allir nemendur bindindismenn eða lausir við að vera í einhverju rugli. Það er allavega af hinu góða að efnin fundust og tekið verði á vandamáli af því tagi sem virðist vera.

Mér finnst Háskólinn á Bifröst hafa verið mjög flottur skóli og hann hefur haft þá ímynd á sér að vera traustur og öflugur, spútnikk-skóli á mikilli uppleið. Það er alltaf svolítið ímyndarkrísa sem fylgir svona vondum fregnum fyrir skólasamfélag en vonandi er enginn alvarlegur vandi þarna, þó greinilega sé eitthvað ekki alveg í lagi.

mbl.is Fíkniefni fundust á Bifröst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þykir framsetning þín á þessum pistli fyrir neðan allar hellur. Þú yfirfærir vandamál fárra einstaklinga yfir á heilt samfélag.

Ekki fyrir svo mörgum árum var framið morð rétt hjá heimili mínu, var það vandamál alls samfélagsins, og bar því að refsa öllu samfélaginu? Einnig var brotist inn í hús nágranna míns, þar voru að verki krakkar úr skóla hverfisins. Enn spyr ég var það vandmál alls samfélagsins?

Er kannski möguleiki að afbrot, fíkniefnaneysla, svo e-ð sé nefnt, séu samfélagsleg vandamál og ótengt skólum, hverfum, þorpum o.sfrv.?

Svo að lokum langar mig að spyrja þig að því. Ef upp kæmi fíkniefnamál á Stúdentagörðunum. Væri slíkt, slæmt fyrir ímynd HÍ og myndi benda til þess að ekki væri allt með feldu innan háskólasamfélagsins þar?

Sverrir (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 01:25

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Líkt og í öllum öðrum háskólum og byggðarkjörnum, þá eru alltaf svartir sauðir á ferð. Mér þykir þetta léleg fréttamennska. það ætti þá að koma næst að ef einhver með dóp er handtekinn í RVK hvort hann stundi nám við Hí eða ekki. Annars miðað við það umstand sem var á leidinni þá voru menn að búast við að finna eitthvað miklu meira heldur en örfá grömm til einkanota.

spurning hvort að skóla yfirvöld og lögreglan hafi fengið einhverjar ábendingar sem ekki reyndust nema að hluta til réttar?

Fannar frá Rifi, 29.2.2008 kl. 01:58

3 identicon

Blessaður Stefán! :D

Ég má til með að svara þér aðeins, það er nú alveg rétt hjá þér að það sé fáránlegt að halda að allir nemendur séu bindindismenn og ég býst við að þú sért að vísa þá til annara skóla á Íslandi. Hins vegar verður að líta til þess magns sem fannst og hve margir einstaklingar voru teknir. Þrír einstaklingar með magn til einkaneyslu geta varla kallað á frétt af þessu tagi, þessu er líst eins og algjöru dópgreni. Nú er ég búinn að vera í þessum skóla í tvær annir og allt svona fíkniefnadrasl hefur algjörlega farið framhjá mér, býst við að þetta sé bara afmarkaður hópur! :D

En jæja kallinn minn, haltu áfram að vera svona duglegur að blogga, gaman að lesa vitleysuna í þér ;) hehe... kastaðu kveðju á Hallgrím þegar þú sérð hann næst!

kv. Árni Þór

Árni Þór (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 02:21

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Því miður held ég að þurfi að leita lengi að fíkniefnafríum skóla á framhalds-eða háskólastigi. Það er að segja skóla þar sem enginn nemandi neytir fíkniefna.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.2.2008 kl. 06:44

5 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Hversu oft heldur þú að lögreglan hafi gert viðlíka rassíur í hýbýlum nemenda við Háskóla Íslands? Fréttir af slíkum aðgerðum eru þó yfirleitt ekki tengdar beint við Háskólann, í mesta lagi vesturbæinn - þ.e. ef það kemst almennt í fjölmiðla.

Svona fréttir eru þó vondar og ekki til að styrkja ímynd skólans.  Ég held að það sé þó einhverjum létt þarna í minni gömlu sveit, að losna við þessa eiturpésa. Þeir eiga a.m.k. ekki afturkvæmt á Bifröst, svo mikið veit ég.

Gunnar Axel Axelsson, 29.2.2008 kl. 09:48

6 identicon

Stefán...

 3/700.... maður myndi ekki veðja á þetta sem líkur !

 3 menn í 700 manna samfélagi sem voru teknir er í sjálfu sér ekki mikið, þá efast ég um að hlutfallið sé eitthvað skárra í hinum skólunum. Vandamálið er hins vegar það hér á Bifröst varðandi ímyndina að allt sem gerist á Bifröst gerist í Háskólanum á Bifröst en það sem gerist hjá HA nemendum eða HÍ gerist á Akureyri eða Reykjavík og er ekki bendlað við skólana sem slíka.

Sveinn Gíslason (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 10:29

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

það á engin að vera óhultur um að taka ábyrgð á þessu ófögnuði!!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 29.2.2008 kl. 11:02

8 identicon

Vonandi undantekning. Gera sama og hér á Akureyri, fá hund í heimsókn reglulega. Þær góðu fréttir voru að berast að skólameistarar á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka upp Akureyrarmódelið varðandi skólaskemmtanir. Það felst í því að skólameistarar bera ábyrgð á skemmtuninni og fulltrúar foreldra á svæðinu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 11:19

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Vil taka það skýrt fram að ég er ekki með þessu að segja að það sé almenn óregla á svæðinu. En svona tíðindi eru skaði fyrir allt samfélagið, það er því miður bara þannig. Hinsvegar veit ég hversu góður skóli þetta er og þekki fólk sem stundar nám þar og myndi aldrei tala illa um það. Þetta eru bara vondar fregnir og menn vinna úr því, enda tel ég engar líkur á að þeir sem gera svona geti haldið áfram að stunda nám þar. Tel engar líkur á öðru en Ágúst Einarsson og hans fólk taki á þessu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.2.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband