Íslendingar kjósa sitt fólk sama á hverju gengur

Ásdís Rán Það hefur sjaldan vantað dugnaðinn í okkur Íslendinga þegar að tryggja þarf stuðning við okkar fólk í erlendum keppnum. Það er greinilegt að góður íslenskur stuðningur hefur fært Ásdísi Rán góðan byr í keppninni sem hún tekur þátt í og er mikilvægt að við styðjum hana áfram. Enda hefur umfjöllunin um þátttöku hennar í keppninni greinilega leitt til þess að íslenskir netverjar hafa skráð sig á vefinn og kosið.

Það er gott að standa með sínu fólki. Við gleymum seint eða aldrei sumrinu 2006 þegar að Magni keppti í Rockstar Supernova á bandarískum tíma að íslenskri nóttu í miðri viku og við vöktum og kusum hann áfram og sumir fóru meira að segja á Hawaii-tímann til að styðja sinn mann, enda átti hann það líka skilið. Þá líka varð Magni stórstjarna hér heima, stærri en nokkru sinni áður og vakti eiginlega mest athygli í okkar augum þá.

Það er vonandi að Ásdísi Rán gangi vel í þessari keppni og fái góðan stuðning, ekki bara vegna þess að hún er íslensk heldur líka það að hún á skilið að vinna.

mbl.is Ásdís Rán komst á toppinn í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Ójá, um að gera að styðja við sitt fólk í útrás. Hef reyndar ekki kíkt betur á þetta en kannski maður skelli inn atkvæði henni til handa. Kaus ekki Magna og fylgdist ekki með honum nema í flugumynd, hann var/er góður. Satt að landinn er alltaf duglegur að skipta sér að þegar okkar fólk þarf á aðstoð að halda á erlendri grundu..

Tiger, 1.3.2008 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband