Hneyksli skekja sænsku stjórnina

Maria Borelius

Það er óhætt að segja að fáir urðu undrandi þegar að Maria Borelius, viðskiptaráðherra Svíþjóðar, sagði af sér embætti í gær. Eins og ég skrifaði um í gærmorgun var hún flækt í hneykslismál sem voru bæði vandræðaleg og óverjandi fyrir sænsku ríkisstjórnina. Það var því óumflýjanlegt að hún myndi hrökklast frá völdum. Vandræði sænsku stjórnarinnar eru þó mun umfangsmeiri. Menningarmálaráðherrann sem er yfirmaður sænska ríkisútvarpsins hefur orðið uppvís að því að hafa ekki greitt afnotagjöld í 16 ár og má telja líklegt að staða hennar sé slæm líka. Eins og ég taldi upp í gær eru önnur hneykslismál í umræðunni, sem eru eiginlega með ólíkindum alveg.

Maria Borelius var aðeins viðskiptaráðherra í átta daga, sem hlýtur að teljast skemmsta ráðherraseta í sænskum stjórnmálum og þó víðar væri leitað. Það vekur bæði hneykslan og undrun að hún gæti fengið allt að eina milljón sænskra króna (rúmar 10 milljónir íslenskra) frá sænska ríkinu í bætur. Oftast nær hefur þessi regla ekki verið umdeild, en er það auðvitað í þessu tilfelli, enda var ráðherratíð Borelius engin rósaganga og ekki beint löng. Fræðilega séð er þetta möguleiki. Um fátt er nú meira talað í Svíþjóð en hvað muni gerast í þessu tilfelli, en svo mikið er víst að stjórn borgaralegu flokkanna má ekki alveg við fleiri hneykslum eftir brösuga upphafsviku.

Það mun hafa verið vinstrisinnaður bloggari sem kom upp um Borelius, gróf upp málin sem hún hafði í pokahorninu og opinberaði þau á vef sínum. Það er alveg ljóst að af öllum vandræðunum fyrstu viku þessarar ríkisstjórnar eru hneyksli Borelius alvarlegust, enda gjörsamlega óverjandi að öllu leyti fyrir borgaraflokkana og kom á viðkvæmasta mögulega tíma. Það má ræða mikið um pólitískt siðferði. Það er mjög merkilegt hversu mikið hefur verið um afsagnir sænskra ráðherra t.d. í gegnum tíðina. Það má kannski telja að pólitískt siðferði sé þar meira og eftirlit jafnframt strangara með því sem er rétt og rangt. Endalaust má ræða um þau mál.

En máttur bloggsins er orðinn óumdeilanlega mikill. Það leikur enginn vafi á því að krafturinn í bloggskrifum er mikill og ég held að þetta sé fyrsta alvöru dæmi þess að stjórnmálamaður hrökklast frá valdamiklu embætti vegna bloggskrifa um pólitískt hneyksli. Annars vitum við öll að bloggskrif eru máttug og þau skipta máli, það er mjög einfalt.

mbl.is Viðskiptaráðherra Svíþjóðar segir af sér eftir aðeins eina viku í starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Hún er ekki á flæðiskeri stödd ef hún þyggur biðlaun, 1,2 milj á dag í laun í 8 daga? alveg ótrúlegt. Þetta mál viðskiptaráðherrans og Menningarmálaráðherrans er meðm ólíkindum. En er ekki einhver brotalöm hér heima líka???? Ef vel væri kafað, ég held það.

Sigrún Sæmundsdóttir, 15.10.2006 kl. 19:35

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, þetta er alveg með ólíkindum alveg. Mjög umdeilt og slæmt. Þetta hlýtur að leiða til breytinga á lögum, varðandi biðlaun.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.10.2006 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband