1.3.2008 | 18:58
19 ára afmæli bjórsins
Í dag, 1. mars, eru 19 ár liðin frá því að sala á sterkum bjór, var leyfð á Íslandi. Innflutningur og sala á bjór var bönnuð með lögum árið 1915, bannið var því í gildi í 74 ár. Frumvarp um afnám bjórbannsins var samþykkt á Alþingi að kvöldi 9. maí 1988. Oft hafði fram að því verið lagðar fram tillögur á þingi um afnám bannsins, en alltaf tókst andstæðingum þess að sala á áfengu öli yrði heimiluð að nýju, að stöðva framgang breytinganna.
Loks tókst að ná þingmeirihluta um málið í kjölfar þingkosninganna 1987 og frumvarpið varð að lögum eins og fyrr segir vorið 1988. Ólíkt því sem nú er, voru deildir þingsins þá tvær, efri og neðri deild, og tafði það afgreiðslu málsins að ekki var víst um stuðning í annarri deildinni. Atkvæðagreiðsla um bjórinn varð þó ekki eins tvísýn og búist hafði verið við í upphafi. Andstæðingar frumvarpsins reyndu er ljóst var að frumvarpið færi í gegn að koma fram með tillögu um þjóðaratkvæði um tillöguna.
Þeir féllu frá því er ljóst var að hún nyti ekki heldur stuðnings meirihluta þingmanna. Bjórfrumvarpið í heild var samþykkt í efri deild þingsins með 13 atkvæðum gegn átta. Þeir sem samþykktu bjórinn voru: Eyjólfur Konráð Jónsson, Danfríður Skarphéðinsdóttir, Eiður Guðnason, Jón Magnússon, Guðmundur Ágústsson, Guðmundur H. Garðarsson, Halldór Ásgrímsson, Halldór Blöndal, Jóhann Einvarðsson, Júlíus Sólnes, Karvel Pálmason, Salome Þorkelsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir.
Á móti voru: Karl Steinar Guðnason, Egill Jónsson, Guðrún Agnarsdóttir, Jón Helgason, Margrét Frímannsdóttir, Skúli Alexandersson, Svavar Gestsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Áður en að þessari lokaafgreiðslu kom og sigri stuðningsmanna bjórsins, hafði mikið verið rætt um málið í báðum deildum og farið yfir alla fleti málsins. Andstæðingar þess að bjór skyldi leyfður héldu uppi langvinnu og útúrteygðu málþófi í umræðunum og reyndu að tefja framgang þess með hverju sem hægt var. Málþófið verður nokkuð hlægilegt þegar að hugsað er til baka.
Meðal þeirra sem mælti hvað harðast gegn bjórnum var Sverrir Hermannsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrum ráðherra. Í umræðum á þingi í febrúar 1988 lét hann svo um mælt að frumvarpið væri málatilbúnaður sem væri sá einstæðasti í sögu þingsins. Orðrétt sagði hann: "Rakaleysurnar í þessu frumvarpi eru með þeim hætti að fágætt er og áreiðanlega einsdæmi í þessi 1058 ár sem liðin eru frá stofnun Alþingis. Hefði því viðkomandi þingnefnd séð þann kost vænstan að kasta frumvarpinu og meirihluti hennar samið nýtt".
Ekki lét Sverrir við þetta sitja heldur hélt áfram: "Með þessu vinnulagi voru flutningsmennirnir (Jón Magnússon, Geir H. Haarde, Guðrún Helgadóttir og Ingi Björn Albertsson) kaghýddir og hin þorstláta valkyrja, 13. þingmaður Reykvíkinga (Guðrún Helgadóttir) kom hér upp og kyssti á vöndinn og heyrðist smellurinn langt út á tún." Að auki gagnrýndi Sverrir greinargerð þá sem fylgdi frumvarpinu, og sagði allan málatilbúnaðinn til skammar fyrir þingið.
Hann lét að því liggja að flutningsmenn frumvarpsins hefðu lagt það fram í þeim einum tilgangi að styrkja sig áður á vettvangi prófkjöra "... af því að þeir telja sér trú um að ölberserkir séu í meirihluta í okkar flokki". Að auki lét Sverrir í þessari stormasömu ræðu að því liggja að gróðasjónarmið réðu ferðinni hjá flutnings- og stuðningsmönnum frumvarpsins. Sagði hann að ekki væri hugsað um þann áfengisvanda sem kæmi vegna frumvarpsins.
Margrét Frímannsdóttir studdi ekki frumvarpið á þeirri forsendu að hún væri móðir tveggja unglinga og gæti samvisku sinnar vegna ekki sagt já við frumvarpinu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, studdi frumvarpið ekki heldur og var með hávær mótmæli við því. Það vakti því athygli tveim áratugum síðar þegar að hann nefndi bjórverksmiðju Kalda á Árskógsströnd sem einn helsta vaxtarbroddinn í atvinnulífi á svæðinu til að forðast að tala um álver.
Steingrímur J. sagði orðrétt um bjórinn í þingumræðum árið 1988: "Ég hef til viðbótar pólitískar ástæður fyrir því að ég vil ekki standa að breytingum hvorki í áfengismálum né annarsstaðar sem gera fólkið óvirkara og sljórra gagnvart umhverfi sínu. Það tel ég að stóraukin neysla bjórs, jafnvel þó að eitthvað dragi úr neyslu annarra áfengistegunda, muni gera." Stuðningur sama manns við bjórframleiðslu varð til þess að ummæli fyrri tíma voru rifjuð upp.
Enn skrautlegri málatilbúnað viðhafði Ólafur Þ. Þórðarson í sömu umræðu. Hann las upp orðréttan laugardagspistil eftir Flosa Ólafsson leikara, frá 9. janúar 1988, í dagblaði, en í honum fjallaði pistlahöfundur um jólahald í "bjórlandinu Danmörku". Las hann ennfremur upp ályktun 133 lækna, sem lýstu sig andvíga frumvarpinu og að lokum nöfn allra þeirra og jafnframt heimilisföng, enda taldi hann að ósköp eðlilegt væri að nöfn þeirra varðveittust í Alþingistíðindum.
Þegar farið er yfir gamlar umræður á þingi og kynnt sér vel umræður koma fram mörg spaugileg dæmi um tilraunir sumra þingmanna til að beita öllum brögðum til að halda uppi málþófi og tilraunum til að tefja umræðuna eftir öllum leiðum. Svavar Gestsson hélt t.d. langar ræður gegn bjórnum og talaði um að æska landsins væri í húfi í þessum efnum. Þetta eru aðeins nokkur dæmi sem ættu að teljast hlægileg, nú tæpum tveim áratugum síðar - sem hægt er að brosa yfir.
Hrakspár þeirra sem helst börðust gegn því að bjórinn skyldi leyfður á ný, hafa ekki ræst. Það hefur ekkert á þessum tíma breyst til hins verra. Það eina sem breyttist var að fólk hafði frelsi til að velja fyrir sjálft sig. Það sem í gangi var fram til 1. mars 1989 í málefnum bjórsins var forræðishyggja í sinni þekktustu mynd. Enda sást vel að fólk kunni vel að meta frelsið sem því var veitt. Það á að vera almennings að ákveða hvað það borðar og ekki síður drekkur.
Það hefur aldrei lukkast vel að ríkið taki ákvarðanir fyrir aðra. Reyndar er það með ólíkindum að aðeins nítján ár skuli liðin frá því að bjórbannið leið loks undir lok. Það er varla vafi á því í hugum almennings að rétt skref var stigið við samþykkt frumvarps um afnám bannsins árið 1988.
Enginn vill stíga skrefið til baka. Nú sem fyrr á það að vera fólksins að hafa frelsi til að velja.
Loks tókst að ná þingmeirihluta um málið í kjölfar þingkosninganna 1987 og frumvarpið varð að lögum eins og fyrr segir vorið 1988. Ólíkt því sem nú er, voru deildir þingsins þá tvær, efri og neðri deild, og tafði það afgreiðslu málsins að ekki var víst um stuðning í annarri deildinni. Atkvæðagreiðsla um bjórinn varð þó ekki eins tvísýn og búist hafði verið við í upphafi. Andstæðingar frumvarpsins reyndu er ljóst var að frumvarpið færi í gegn að koma fram með tillögu um þjóðaratkvæði um tillöguna.
Þeir féllu frá því er ljóst var að hún nyti ekki heldur stuðnings meirihluta þingmanna. Bjórfrumvarpið í heild var samþykkt í efri deild þingsins með 13 atkvæðum gegn átta. Þeir sem samþykktu bjórinn voru: Eyjólfur Konráð Jónsson, Danfríður Skarphéðinsdóttir, Eiður Guðnason, Jón Magnússon, Guðmundur Ágústsson, Guðmundur H. Garðarsson, Halldór Ásgrímsson, Halldór Blöndal, Jóhann Einvarðsson, Júlíus Sólnes, Karvel Pálmason, Salome Þorkelsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir.
Á móti voru: Karl Steinar Guðnason, Egill Jónsson, Guðrún Agnarsdóttir, Jón Helgason, Margrét Frímannsdóttir, Skúli Alexandersson, Svavar Gestsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Áður en að þessari lokaafgreiðslu kom og sigri stuðningsmanna bjórsins, hafði mikið verið rætt um málið í báðum deildum og farið yfir alla fleti málsins. Andstæðingar þess að bjór skyldi leyfður héldu uppi langvinnu og útúrteygðu málþófi í umræðunum og reyndu að tefja framgang þess með hverju sem hægt var. Málþófið verður nokkuð hlægilegt þegar að hugsað er til baka.
Meðal þeirra sem mælti hvað harðast gegn bjórnum var Sverrir Hermannsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrum ráðherra. Í umræðum á þingi í febrúar 1988 lét hann svo um mælt að frumvarpið væri málatilbúnaður sem væri sá einstæðasti í sögu þingsins. Orðrétt sagði hann: "Rakaleysurnar í þessu frumvarpi eru með þeim hætti að fágætt er og áreiðanlega einsdæmi í þessi 1058 ár sem liðin eru frá stofnun Alþingis. Hefði því viðkomandi þingnefnd séð þann kost vænstan að kasta frumvarpinu og meirihluti hennar samið nýtt".
Ekki lét Sverrir við þetta sitja heldur hélt áfram: "Með þessu vinnulagi voru flutningsmennirnir (Jón Magnússon, Geir H. Haarde, Guðrún Helgadóttir og Ingi Björn Albertsson) kaghýddir og hin þorstláta valkyrja, 13. þingmaður Reykvíkinga (Guðrún Helgadóttir) kom hér upp og kyssti á vöndinn og heyrðist smellurinn langt út á tún." Að auki gagnrýndi Sverrir greinargerð þá sem fylgdi frumvarpinu, og sagði allan málatilbúnaðinn til skammar fyrir þingið.
Hann lét að því liggja að flutningsmenn frumvarpsins hefðu lagt það fram í þeim einum tilgangi að styrkja sig áður á vettvangi prófkjöra "... af því að þeir telja sér trú um að ölberserkir séu í meirihluta í okkar flokki". Að auki lét Sverrir í þessari stormasömu ræðu að því liggja að gróðasjónarmið réðu ferðinni hjá flutnings- og stuðningsmönnum frumvarpsins. Sagði hann að ekki væri hugsað um þann áfengisvanda sem kæmi vegna frumvarpsins.
Margrét Frímannsdóttir studdi ekki frumvarpið á þeirri forsendu að hún væri móðir tveggja unglinga og gæti samvisku sinnar vegna ekki sagt já við frumvarpinu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, studdi frumvarpið ekki heldur og var með hávær mótmæli við því. Það vakti því athygli tveim áratugum síðar þegar að hann nefndi bjórverksmiðju Kalda á Árskógsströnd sem einn helsta vaxtarbroddinn í atvinnulífi á svæðinu til að forðast að tala um álver.
Steingrímur J. sagði orðrétt um bjórinn í þingumræðum árið 1988: "Ég hef til viðbótar pólitískar ástæður fyrir því að ég vil ekki standa að breytingum hvorki í áfengismálum né annarsstaðar sem gera fólkið óvirkara og sljórra gagnvart umhverfi sínu. Það tel ég að stóraukin neysla bjórs, jafnvel þó að eitthvað dragi úr neyslu annarra áfengistegunda, muni gera." Stuðningur sama manns við bjórframleiðslu varð til þess að ummæli fyrri tíma voru rifjuð upp.
Enn skrautlegri málatilbúnað viðhafði Ólafur Þ. Þórðarson í sömu umræðu. Hann las upp orðréttan laugardagspistil eftir Flosa Ólafsson leikara, frá 9. janúar 1988, í dagblaði, en í honum fjallaði pistlahöfundur um jólahald í "bjórlandinu Danmörku". Las hann ennfremur upp ályktun 133 lækna, sem lýstu sig andvíga frumvarpinu og að lokum nöfn allra þeirra og jafnframt heimilisföng, enda taldi hann að ósköp eðlilegt væri að nöfn þeirra varðveittust í Alþingistíðindum.
Þegar farið er yfir gamlar umræður á þingi og kynnt sér vel umræður koma fram mörg spaugileg dæmi um tilraunir sumra þingmanna til að beita öllum brögðum til að halda uppi málþófi og tilraunum til að tefja umræðuna eftir öllum leiðum. Svavar Gestsson hélt t.d. langar ræður gegn bjórnum og talaði um að æska landsins væri í húfi í þessum efnum. Þetta eru aðeins nokkur dæmi sem ættu að teljast hlægileg, nú tæpum tveim áratugum síðar - sem hægt er að brosa yfir.
Hrakspár þeirra sem helst börðust gegn því að bjórinn skyldi leyfður á ný, hafa ekki ræst. Það hefur ekkert á þessum tíma breyst til hins verra. Það eina sem breyttist var að fólk hafði frelsi til að velja fyrir sjálft sig. Það sem í gangi var fram til 1. mars 1989 í málefnum bjórsins var forræðishyggja í sinni þekktustu mynd. Enda sást vel að fólk kunni vel að meta frelsið sem því var veitt. Það á að vera almennings að ákveða hvað það borðar og ekki síður drekkur.
Það hefur aldrei lukkast vel að ríkið taki ákvarðanir fyrir aðra. Reyndar er það með ólíkindum að aðeins nítján ár skuli liðin frá því að bjórbannið leið loks undir lok. Það er varla vafi á því í hugum almennings að rétt skref var stigið við samþykkt frumvarps um afnám bannsins árið 1988.
Enginn vill stíga skrefið til baka. Nú sem fyrr á það að vera fólksins að hafa frelsi til að velja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jú,, víst man ég þá daga þegar við strákarnir gerðum okkur góðan dag,,Höfðum ekki bjór né aðstöðu til að hittast yfir glasi góðu,,Þá var geniver besti mjöðurinn,, blandað 50/50 við kók , og tekið í þremur sopum í hráslaganum utan við Glaumbæ,,Þetta er það ástand sem hinir frægu foringjar og fyrirhyggjumenn Íslands völdu handa ungu kynslóðinni þá,,Vissulega vildu þeir aðeins það besta fyrir afkomendurna,, ÞV'IL'IK þvæla ,, Best að minnast ekki á slíka fyrirhyggju við nokkra sál af erlendum uppruna,, Bjór er menning,, rétt eins og léttvín,, Hinsvegar náum við aldrei tökum á slíkri menningu meðan einkasala og miðstýring Íslenska ríkisins stjórnar menningunni,, bendi á bjorbok.net,, Hér á markað vantar meira úrval, og meira frjálsræði,,,,,
Bimbó (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 11:10
Gott að Steingrími snerist hugur ;) þessi fyrirhyggja byggðist á algerum misskilningi um að fólk drykki meira og yrði dagdrykkjufólk... og hysteríu um að þessi stöðuga áfengisvíma ylli gríðarlegri samfélagshnignun. Við urðum einmitt ekki að Grænlandi þó að sumir héldu svo.
Ari (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 14:18
Sitthvað má draga fram frá orðræðu fyrri ára og halda sig hafa efni á að hlægja að henni. Sjálfur var ég meðmæltur því að afnema bjórbannið - - - -en okkur er nú líklega hollt að viðurkenna að bjórinn hefur einkum aukið áfengisneyslu yngstu hópanna. Ekki virðist vera skortur á óhamingju og viðvarandi ofneysluvanda.......................
Hvað þekkir þú marga Stefán sem ekki ráða við neyslu sína - - og eru enn undir 20 ára aldursmarkinu?????????
Það verður nú aldrei verulegur "menningarbragur" - - á unglingadrykkju . . . . en þvert á móti talsverð hætta á uppsafnaðri og ótímabærri neyð...........
Kannski bjórinn hafi ekki bara fært okkur betri tíma?
Benedikt Sigurðarson, 2.3.2008 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.