Undarleg viðbrögð ráðherrans

Guðni Ágústsson

Það vekur mikla athygli en þó varla undrun almennings að Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, telji óþarft að fara að ráðleggingum Samkeppniseftirlitsins um að mjólkuriðnaðurinn eigi ekki að vera undanskilinn samkeppnislögum. Skv. fréttaumfjöllun í dag ætlar hann ekki að beita sér fyrir lagabreytingu þrátt fyrir ábendingar Samkeppniseftirlitsins. Mér fannst svar ráðherrans sem ég heyrði í fréttum í kvöld vera þess eðlis að undarlegt telst. Það vekur athygli að ráðherrann virði að vettugi svo afgerandi álit Samkeppniseftirlitsins og horfi algjörlega með öllu framhjá því.

Ég skil vel að Mjólka undrist ummæli og viðbrögð landbúnaðarráðherrans. Það var gleðilegt fyrir Mjólku að hafa sigur gegn Osta- og smjörsölunni vegna máls um verð á undanrennudufti. Þrátt fyrir afgerandi álit virðist landbúnaðarráðherrann alveg horfa framhjá meginniðurstöðum málsins og ábendingum Samkeppniseftirlitsins, þó mjög afgerandi sé. Þar kemur fram að lengra sé gengið í þessum málum hérlendis en er í Bandaríkjunum og Evrópu. Þó er ekki ætlað að breyta þessu með einfaldri lagasetningu. Það er leitt að ráðherrann horfi æ ofan í æ framhjá lykilstöðu mála.


mbl.is Mjólka undrast viðbrögð landbúnaðarráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Nú verða kanski ekki margir sammála mér. Ég held að Guðni sé að gera stór mistök þarna, ég tel að bændur jafnt sem neytendur séu hissa á þessari stefnu hans, allavega kom gamli bóndinn upp í mér. Samkeppni er að hinu góða en ég tel með þessu sé veri að veikja stöðu mjólkuriðnaðar, hann verði ekki samkeppnishæfur við innfluttu vörurnar, ef að breitingunum verður 1 mars. Sem landbúnaðarráðherra ætti hann nú að standa undir því og styrkja stöðu sína ekki veikja.

Sigrún Sæmundsdóttir, 15.10.2006 kl. 23:02

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Er alveg sammála þér í þessu. Það myndi frekar styrkja Guðna sem stjórnmálamann að fara skynsömu leiðina í þessu. Hann er hinsvegar þingmaður landbúnaðarhéraðanna á Suðurlandi og telur sig vera að gera rétt útfrá þeim forsendum. Ég held þó að það sé hið eina og rétta auðvitað að fara eftir tilmælum Samkeppniseftirlitsins.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.10.2006 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband