Venlige hilsen í Crawford - blaðamanni hótað

Bush- og Rasmussen hjóninÞað er ekki hægt að segja annað en Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og eiginkona hans fái vinalegar móttökur hjá Bush-hjónunum í Crawford í Texas. Þetta hljóta að teljast höfðinglegustu móttökur sem norrænn þjóðarleiðtogi hefur fengið í Bandaríkjunum svo lengi sem elstu menn muna. Með þessu er greinilega Bush forseti að launa danska forsætisráðherranum stuðninginn í Íraksstríðinu og eftirmála þess.

Á sömu stund er dönskum blaðamanni hótað af konu á svæðinu, horfir í byssuhlaupið hjá henni. Það vantar ekki andstæðurnar. Eflaust verður rætt í kjölfarið um byssueign Bandaríkjamanna en það verður ekki annað sagt en að suddalegur fjöldi skotvopna sé þar og hefur mikið verið fjallað um það. En það er ábyggilega frekar nöturlegt að vera blaðamaður af rólegu svæði og lenda í svona menningu sem blómstrar í suðurríkjum Bandaríkjanna.

En það er merkilegt að sjá notalegar móttökur. Það er greinilegt að sá danski er mikils metinn hjá bandaríska forsetanum.


mbl.is Dönskum blaðamanni ógnað í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Maður skilur ekki alveg yfir hverju þeir eru að gleðjast í sambandi við ástandið í Írak. Líklegt má telja að næsti forseti bindi enda á þessa vitleysu.

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 19:31

2 identicon

Ég fæ hvergi séð á neinum fréttum að honum hafi verið hótað.... hvað þá horft inn í hlaupið. Raunar segir hann þannig frá sjálfur á t.a.m. berlinske.dk og cnn.com að hann hafi ekki orðið var við byssuna. Hann hafi hinsvegar hypjað sig þegar sú gamla hækkaði röddina. Kollegi hans náði hinsvegar mynd af henni með byssuna. En sagan er ekki eins góð þannig.

Sigmundur (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband