Köld slóð

Köld slóð

Það eru spennandi íslenskar bíóvikur framundan. Í vikunni verður Mýrin, kvikmyndaútgáfa Baltasars Kormáks á samnefndri sögu Arnaldar Indriðasonar, frumsýnd í bíó. Búast má við áhugaverðri kvikmynd, enda sagan alveg mögnuð. Í síðustu viku sá ég trailerinn úr annarri íslenskri sakamálamynd sem verður frumsýnd fyrir árslok, Kaldri slóð. Það virðist vera mjög spennandi mynd, virkar mjög fagmannlega og vel gerð. Trailerinn var æsispennandi og greinilegt að þar er sögð mjög kröftug saga sem byggir upp spennuna stig af stigi.

Það er gleðiefni að við eigum völ á tveim svona frábærum íslenskum kvikmyndum á næstunni. Hef hlakkað mjög til þess að sjá Mýrina á hvíta tjaldinu eftir að ég vissi að hún yrði kvikmynduð, og vonandi er þetta bara sú fyrsta af fjölda kvikmynda eftir sögum Arnaldar um Erlend og samstarfsfólk hans. Trailerinn að Kaldri slóð vakti svo mikla spennu eftir henni, enda held ég að þessi gerð kvikmynda hérlendis sé að blómstra.

Fyrr á árinu var svo t.d. flott sjónvarpssakamálamynd Önnu Rögnvaldsdóttur, Allir litir hafsins eru kaldir, sýnd í Ríkissjónvarpinu. Hún var mjög fagmannlega og vel gerð í alla staði og flottur leikur var einn helsti aðall hennar. Gleymir enginn t.d. kaldrifjuðum leik Helgu E. Jónsdóttur í hlutverki morðingjans í spennufléttunni og flott að sjá þessa leikkonu blómstra í krefjandi og góðu hlutverki.

En þetta verða spennandi vikur fyrir okkur bíófíklana sem eru framundan. Þessar tvær væntanlegu spennumyndir lofa allavega mjög góðu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband