Rússnesk kosning Medvedevs - Pútín ríkir áfram

Pútín og Medvedev Ţađ kemur engum ađ óvörum ađ Dmitri Medvedev, handvalinn eftirmađur Vladimírs Pútíns, hafi veriđ kjörinn forseti Rússlands. Ţađ sýnir bara traust tök Pútíns á rússneskum stjórnmálum, enda er vel ljóst ađ hann ćtlar sér ađ vera ţar áfram viđ völd og verđa forsćtisráđherra ađ nýju, en hann gegndi ţví embćtti í nokkra mánuđi áriđ 1999, áđur en Borís Jeltsín sagđi af sér og Pútín varđ starfandi forseti í nokkra mánuđi áđur en hann var kjörinn formlega í mars 2000.

Ţeir eru fáir sem hafa unniđ betur viđ ađ efla vald sitt, rćkta liđshjörđ sína betur og stýrt heilu ríki eins og taflborđinu heima hjá sér; allt undir yfirskini ţess ađ ţađ sé lýđrćđislegt, en Vladimir Pútín. Ađ mínu mati hefur Rússland Pútíns veriđ ađ ţróast út í hreint einrćđisríki; Pútín líkist Bréznev gamla ć meir međ degi hverjum. Hann er dómínerandi leiđtogi og tök hans á fjölmiđlum og pólitískum ákvörđunum jađra viđ ríki eins manns. Ţađ er ţví eftir öđru ađ hann handvelji eftirmanninn og haldi ţví opnu ađ snúa aftur í forsetakosningunum 2012.

Međ ţví ađ velja eftirmann sinn prívat og persónulega og útnefnt sjálfan sig í leiđinni, međ góđvild handvalda forsetaefnisins ađ sjálfsögđu, sem forsćtisráđherra frá og međ vorinu hefur Pútín sýnt vel vald sitt og yfirburđi. Ţađ var áhugavert ađ kynnast sögunni á bakviđ veldiđ enn betur í tveim sjónvarpsţáttum fyrir nokkrum vikum og sjá í hvađa átt stefnir. Ţessi kapall nú sýnir umfram allt pólitísk klókindi bragđarefsins Pútíns og hversu öflugur risi hann er.

Ţađ verđur ekki sagt annađ en ađ Medvedev verđi eins og strengjabrúđa undir stjórn Pútíns og viđhaldi veldi hans, enda er Pútín ekki á förum. Í sögulegu ljósi er sérstađa Medvedevs einkum tvíţćtt. Hann verđur yngsti ţjóđhöfđingi Rússlands frá ţví ađ síđasti keisari Rússlands, Nikulás 2., tók viđ völdum 26 ára gamall áriđ 1894 og Medvedev verđur fyrsti leiđtogi Rússlands međ bakgrunn í einkageiranum, enda er hann stjórnarformađur í hinum ríkisrekna orkurisa Gazprom og hefur víđtćkar tengingar víđa ennfremur.

Medvedev háđi ekki mjög litríka kosningabaráttu. Hann var alla tíđ talinn öruggur um kjör í forsetaembćttiđ. Hann tók ekki ţátt í kapprćđum viđ ađra forsetaframbjóđendur, háđi litla sem enga virka kosningabaráttu en fór međ Pútín um Rússland til ađ heimsćkja fyrirtćki og stofnanir og sýndi međ ţví nćrveru sína í daufustu kosningabaráttu um eitt valdamesta embćtti heims, á sama tíma og forsetaframbjóđendur í Bandaríkjunum eru ađ eyđa fúlgu fjár, tíma og fyrirhöfn í baráttu um Hvíta húsiđ.

Pútín hefur á átta árum markađ sig sem hinn afgerandi drottnara veldis síns. Stađan í Rússlandi er mikiđ áhyggjuefni. Mér finnst ţar horfa ansi margt til fortíđar og vert ađ hugsa um framtíđina sem blasir viđ. Pútín ćtlar sér ekki ađ hverfa út í sólarlagiđ eins og George W. Bush, sem brátt lćtur ennfremur af embćtti, eftir jafnlangan tíma á valdastóli.

Pútín ćtlar sér ađ stjórna atburđarásinni eins og kvikmyndaleikstjóri úr fjarska, halda um alla spotta og ráđa örlögum landsins, jafnt sem stuđningsmannahjörđar sinnar. Hann ćtlar sér ađ vera meginspilari áfram á sviđinu. Ţađ verđur áhugavert ađ sjá hversu mikil strengjabrúđa í höndum skapara síns nýr forseti muni vera.

mbl.is Medvedev kjörinn forseti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög áhugavert

Ég var eitthvađ búin ađ heyra ađ Pútín hefđi breytt forsćtisráđherrastöđunni til ađ henta honum betur... Veistu eitthvađ um ţađ? 

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráđ) 2.3.2008 kl. 21:00

2 identicon

Takk Stefán, mjög góđ rýni hjá ţér.

Já ţetta er Sko alveg rosalegt.
Gamli KGB klíkuforingin endurfćddur sinna lífdaga.

En ţetta er svona ekki ósvipađ ţví eins og ţegar ég var ţarna stuttu eftir hruniđ á Gamla Sovét 1992 og 1993 ţá elskuđu allir almennir borgarar Gamla Stalín, Afhverju, jú af tví ađ hann SKO Stjórnađi. Ţađ sama á nú viđ um Mr. Pútín HAnn stjórnar og hann var Sko alinn upp hjá af Gömlu KOMMUNUM ! Kann ekkert annađ. ŢEtta er mesti ógeđur allra landa. Lýđrćđiđ í Rússlandi. Viđ eigum ađ mótmćla ţessu ! ŢEtta er ţađ versta af öllu slćmu ! 














 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráđ) 2.3.2008 kl. 23:05

3 Smámynd: Stefán Friđrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Gunnlaugur: Ţakka góđ orđ og fínar pćlingar.

LF: Ţađ er svosem margt betra en Zyuganov og Zhirinovski en samt er ekki hćgt annađ en finnast ţessar kosningar hreinn skrípaleikur ţar sem einn leiđtogi handvelur eftirmann sinn og spilar međ stjórnmálin eins og taflborđiđ heima hjá sér.

Hjörtur: Forsćtisráđherraembćttiđ er auđvitađ valdaminna en ţađ er alveg ljóst ađ Pútín sem forsćtisráđherra verđur ađalmađurinn. Hann er ţungamiđja valdamaskínunnar sem rćđur för og eđlilega verđur embćttiđ valdameira viđ ţađ eitt ađ hann taki viđ ţví.

mbk.

Stefán Friđrik Stefánsson, 2.3.2008 kl. 23:50

4 identicon

Heill og sćll, Stefán Friđrik og ađrir skrifarar !

Piltar ! Hafiđ ekki áhyggjur af Rússum; ţeir spjara sig, međ Medvedev, ekki síđur en Putín.

Ţađ er ekki nema von, ađ menn reki upp ramakvein, hér úti á Íslandi, mitt í öllu ''lýđrćđis'' standinu. Stjórnleysi krata og Sjálfstćđismanna vex, fremur en hitt, og úrrćđaleysiđ virđist algert.

Mćttum vera stoltir af, ađ eiga eins sterka menn, sem Rússar hafa, á sínum tróni !

Međ beztu kveđjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráđ) 3.3.2008 kl. 00:24

5 Smámynd: Guđmundur Auđunsson

Ţađ er athyglisvert ađ ţú nefnir Bréznév ţví ađ Rússar tala almennt um stjórnartíđ hans sem bestu tíma rússnesku ţjóđarinnar. Ţađ er nú samt heldur djúpt tekiđ í árinni međ ađ kalla Rússland einsrćđisríki, ţó vissulega sé ég sjálfur enginn ađdáandi Pútin. Minnir helst á Mexíkó undir stjórn PRI í 60 ár eđa svo. Kosningar reglulega, stjórnarandstađa umborin upp ađ ákveđnu marki en aldrei neinn vafi hvernig kosningarnar fćru.

Guđmundur Auđunsson, 3.3.2008 kl. 13:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband