Kuldatíð fyrir sunnan - ekki farið eftir tilmælum

Kuldatíð fyrir sunnan Það er nú alveg með ólíkindum að fólk skuli virða að vettugi tilmæli lögreglunnar um að fara ekki Suðurlandsveg í því aftakaveðri sem er nú og fara algjörlega án þess að hika beint út í ófærðina. Mér finnst því fólki varla vera sjálfrátt sem tekur slíkar ákvarðanir vitandi að veðrið er bandvitlaust og algjör ófærð, erfitt að fara um.

Það hlýtur að vera mikið hugsunarleysi í slíkum ákvörðunum og ekki gott að skilja hvers vegna fólk tekur slíkar áhættur. Það má vera að sumir telji að þetta hljóti að reddast og það sé alveg öruggt að það takist að komast heill á áfangastað. Í veðri af þessu tagi og ófærð sem því fylgir er þó teflt á tæpustu vöð algjörlega að óþörfu og óskiljanlegt að nokkur einstaklingur vilji virða tilmæli lögreglunnar að vettugi og halda sína leið vitandi um áhætturnar með því í snjóbyl og ófærð.

Annars er þetta einn kuldalegasti vetur fyrir sunnan í mörg herrans ár. Hef heyrt á þeim sem ég þekki fyrir sunnan að þeir séu orðnir langþreyttir á kuldatíðinni og bíði vorsins með óþreyju. Enda ekki furða að sólarlandaferðirnar um páskana séu uppseldar og vel það. Fólkið er farið að þrá sólina. Hér fyrir norðan þekkjum við snjóinn og þau vandamál sem fylgja honum mjög vel og efast um að hér myndi fólk fara út í óvissuna eins og fjallað er um í þessari frétt.

Við verðum að vita að það er ekki hægt að fara um í kuldatíð eins og gert er í góðu veðri. Það er því furðulegt að sjá fólk taka slíkar áhættur að óþörfu, fullorðið fólk sem ætti að vera vel meðvitað um hvernig aðstæður eru.

mbl.is Suðurlandsvegur ófær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð Símonarson

Ég vona að ég sé ekki ókurteis ef ég pota hérna aðeins minni nýust færslu um efnarákir yfir Reykjavík. Ég er að reyna að safna sem flestum í þessa umræðu og er öllum það frjálst að bæta við athugasemd ef þið viljið tjá ykkur um þetta ákveðna málefni:

Víða efnarákir yfir Reykjavík, krakkar ekki borða snjóinn!!





Kær kveðja Alli

Alfreð Símonarson, 2.3.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Ómar Pétursson

Sæll

Að hluta kemur þetta ekki á óvart, því að búið er í raun að "ala upp kynslóð" sem hugsar einfaldlega, "björgunarsveitin reddar mér" ef illa gengur. Og það án þess að það kosti krónu.

Það ætti að rukka alla fyrir björgun, ef að farið er inn á lokað svæði, það er gert erlendis, t.d. í Kanada. Þá sennilega myndu a.m.k. einhverjir hugsa.

Kveðja

Ómar Pétursson, 3.3.2008 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband