Zeta orðin of gömul fyrir ástaratlot kvikmyndanna

Catherine Zeta-Jones fær óskarinn fyrir Chicago árið 2003 Það eru svolítið merkileg tíðindi að óskarsverðlaunaleikkonan Catherine Zeta-Jones segist orðin of gömul fyrir ástaratlot kvikmyndanna, þó ekki fertug sé orðin. Þó að hún hafi róað sig mikið niður í ástarsenunum eftir að hafa unnið óskarinn fyrir Chicago fyrir fimm árum hefur hún nú verið talin ein af myndarlegustu konunum í Hollywood og mikil þokkadís. Það er nú ekki nema rétt rúmlega áratugur síðan að hún varð kynbomba með túlkun sinni á Elenu í The Mask of Zorro, á móti Antonio Banderas.

Velska þokkadísin Zeta varð fyrst virkileg stjarna með túlkun sinni í hinum ógleymanlegu framhaldsþáttum Maíblómunum, The Darling Buds of May, í byrjun tíunda áratugarins og eftir að leika á heimavelli um nokkuð skeið náði hún frægð og frama í Bandaríkjunum. Þokki hennar heillaði leikarann Michael Douglas undir lok tíunda áratugarins og þau tóku saman. Bæði voru þau reyndar fædd sama daginn, 25. september, en á milli voru þó heil 25 ár - Zeta fædd árið 1969 en Douglas árið 1944. Eftir að Zeta tók saman við Douglas og átti börn með honum hefur hún þó skref fyrir skref tekið upp aðrar áherslur í leik.

Það er merkilegt að Zeta skuli með þessari yfirlýsingu gefa þau skilaboð að kynæsandi hlutverk og ástaratlotin henti ekki fertugri leikkonu. Eiginmaður hennar, Michael Douglas, tók kvikmyndahlutverk með mjög miklum ástarsenum allt fram að sextugsaldrinum eiginlega. Hann var orðinn 48 ára gamall er hann lék á móti Sharon Stone í Basic Instinct, en þeirrar myndar verður einna helst minnst fyrir kynlífssenurnar umtöluðu sem þau léku saman í og hann var í heitum senum á móti Demi Moore í Disclosure árið 1994, þegar að hann varð fimmtugur. Reyndar hefur auðvitað fylgt sögunni að Douglas hafi verið hreinn kynlífsfíkill.

Michael Douglas var líka þekktur fyrir það að leika á móti sér mun yngri leikkonum er hann varð eldri og t.d. ekki mörg ár síðan að hann var að leika ástarförunaut Gwyneth Paltrow í A Perfect Murder árið 1998, er hann varð 54 ára gamall, en hún er fædd árið 1972, og því 26 ára gömul. Þá reyndar ofbauð mörgum og hann hefur verið að tóna sig niður hin seinni árin. En svo virðist sem að konan hans, þokkadísin velska, ætli sér ekki að feta í þau fótspor og leika svæsnar senur fram að sextugu eins og makinn og ætla að tóna sig þess í stað niður.

En kannski er þetta bara ein yfirlýsingin til að ná í athygli, en það hefur löngum verið þekkt að Douglas-hjónin hafa viljað mikla athygli og umtal, þó á þeim augnablikum er þau sjálf vilja. En kannski er þetta ekta og Douglas-frúin Zeta bara að fara að tóna sig niður og leika miðaldra húsmæður án tilfinninga til að markaðssetja sig sem ráðsetta húsmóður, þó ekki aðþrengd eiginkona eins og sumar leikkonur vilja túlka. Hver veit.

mbl.is Of gömul í kynlífssenur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Mér finnst hún ekkert of gömul fyrir kynlífssenur, hún er ekkert smá flott kona.

Linda litla, 3.3.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ein flottasta kona veraldar

Einar Bragi Bragason., 3.3.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Brynja skordal

Falleg kona kannski er hún aðþrengd Eiginkona hver veit

Brynja skordal, 4.3.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband