Stjarna fædd í Idol - yndisleg útgáfa á Imagine



Lagið Imagine eftir John Lennon er eitt fallegasta lag 20. aldarinnar, tímalaus klassík sem aldrei klikkar. Í gær tókst hinum sautján ára David Archuleta að gera lagið að sínu í American Idol svo að aðdáunarvert telst. Sá þennan tónlistarflutning og hugsaði með mér að ekki þyrftu þau að leita meira að amerísku stjörnunni. Hún væri komin til sögunnar. Held að Archuleta muni fara létt með að vinna keppnina. Þvílíkur söngvari og það aðeins sautján ára.

Hlustið á Imagine með honum í þessari nýju útsetningu. Þvílíkur draumur segi ég bara. Orginalinn með Lennon er í tónlistarspilaranum hér á síðunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Strákurinn getur sungið, það er dagljóst, en mikið ferlega fer svona yfirdrifinn og útflúraður r&b söngstíll í pirrurnar á mér. En Kaninn fílar þetta svo eflaust er svona jóðl vænlegt til árangurs vestan hafs.

Jón Agnar Ólason, 4.3.2008 kl. 11:26

2 identicon

Ef þetta verður vinsælt held ég að það sé spurning um að hleypa Mark David Chapman út og gefa honum upp addressuna hjá þessum David Archuleta.

Fylgdi sögunni hvernig Simon Cowell þótti þessi afbökun ?

Sigurgestur (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband