Hver trúir á svona peningasvindl?

Það er ótrúlegt að það þurfi að vara fullorðið fólk sérstaklega við vefsíðum sem eru ekkert nema svikamylla í gegn, þar sem reynt er að ná peningum af fólki. Það hefur svo mikið heyrst af svona nígeríusvindli í gegnum tíðina að það var varla við öðru að búast en að fólk hefði lært sína lexíu. Það virðist þó ekki vera.

Það líður varla sá mánuður, stundum enn skemmra jafnvel, að maður fái ekki einhvers konar svona skilaboð um peningasvindl í tölvupósti. Það hvarflar ekki að manni að taka mark á þessu rugli en vonandi eru aðrir orðnir meðvitaðir um að það er bara verið að hafa það að fífli.

Skilaboðin eru giska einföld; föllum ekki flöt fyrir peningasvindlinu.

mbl.is Varað við vefsíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Jónasson

Óþarfi að hafa stórar áhyggjur af þessu, það hvort eð er á enginn pening!

Jónas Jónasson, 4.3.2008 kl. 19:58

2 identicon

sammála fullkomlega sammála

----------------------- (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband