Sverfir að hjá starfsfólki fjármálafyrirtækjanna

Bankarnir Það er greinilegt að það er ekki traustast í dag að starfa í fjármálafyrirtækjunum. Sú svarta tíð sem ríkir á fjármálamarkaði í dag leiðir af sér að það er ótryggt um stöðu mála og það hefur blasað við vikum saman að það komi til uppsagna og uppstokkunar í þeim geira. Það er alltaf kuldalegt að vera í þeim bransa sem er á niðurleið og vita að það á að stokka upp - það vill enginn verða fyrir þeim niðurskurði.

Var fyrir nokkrum dögum á fundi með forstjóra í fjármálafyrirtæki sem skipti starfsmönnum í þrjá hópa; þann fyrsta sem væri eðalstarfsfólkið á vinnustaðnum, öðrum í miðlungshóp sem stæði sig ágætlega en væri að fljóta í og með á afrekum fyrsta hópsins og svo þeim þriðja sem væri sísta starfsfólkið sem væri að fljóta á því góða frá báðum efri hópunum. Það er eflaust svo að það kemur fyrst niður á lægri hópum þeirrar greiningar þegar að sverfir að. Haldið er í toppfólkið en hinir mæta afgangi og eru fyrst skornir niður. Þá reynir virkilega á góðu verkin í fyrirtækinu og hverjir standa sig.

Það var farið með uppsagnirnar í bönkunum, sem voru hafnar fyrir misseri síðan hálfpartinn sem mannsmorð. Mörgum uppsögnum var lokið með starfslokasamningum svo að lítið var rætt um uppstokkanir. Öðrum er boðið að taka á sig lægri laun og þeir ganga svo út. Fyrir suma verður uppsögnin og uppstokkun á vinnustaðnum skiljanlega mjög erfið, enda er kuldalegt fyrir alla að vera sagt upp í svona tíðarfari.

En í öllum breytingum felast viss tækifæri. Vonandi er hið fornkveðna rétt að góðu fólki séu allir vegir færir, meira að segja í kuldatíð.

mbl.is Leita að nýrri vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband