Rothögg fyrir AC Milan - óvæntur sigur í Mílanó

Óvæntur sigur í Mílanó Það var aldeilis merkilegt að sjá Arsenal slá út Evrópumeistara AC Milan á heimavelli þeirra á San Siro í Mílanó í kvöld. Rothögg var það og er áfall þeirra mikið. Fyrirfram átti ég ekki von á að Arsenal myndi takast að slá AC Milan út en þeir áttu það skilið eins og þeir léku í kvöld, tóku þetta vel og af skynsemi.

Arsenal leiftraði í kvöld af þeirri snerpu og krafti sem einkennt hefur AC Milan en þeir voru sannarlega heillum horfnir í kvöld og lágu greinilega vel við höggi og fengu vondan skell á heimavelli sínum. Þar á bæ þurfa menn að taka sig saman í andlitinu.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig Evrópumeistarakeppnin fer, án Evrópumeistaranna. Eins og Arsenal spilaði í kvöld munu þeir fara langt spái ég. Flott kvöld fyrir þá svo sannarlega.

mbl.is Arsenal vann frækinn 2:0 sigur í Mílanó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Enda Halli gamli glaður/ Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.3.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband