Sterkir sigrar hjá Hillary Clinton í Ohio og Texas

Hillary Rodham Clinton Það er óhætt að segja að Hillary Rodham Clinton hafi blásið lífi að nýju í forsetaframboð sitt með sterkum sigrum í Ohio og Texas. Hillary varð að sigra í báðum fylkjum til að framboð hennar yrði trúverðugt að nýju og henni tókst það á lokasprettinum með aðdáunarverðum hætti. Hún vann dag og nótt síðustu vikuna til að landa sigri og eiga endurkomu í slaginn, sem flestir töldu lokið og tókst það sem hún ætlaði sér.

Það er löngu vitað að Hillary Rodham Clinton er ótrúleg kjarnakona sem kann strategíuna og er orðin þaulæfð í baráttuandanum í kosningabaráttu. Sú reynsla lék lykilhlutverk síðustu þrjá sólarhringana þar sem henni tókst að snúa við töpuðu spili í Texas og tókst að landa traustum sigri í Ohio, sem reyndar var hvergi nærri gefið fyrir um viku, en það varð ljóst eftir því sem leið að síðustu helgi að hún myndi hið minnsta vinna Ohio, flestir töldu að það yrði tæpt en hún vann mjög afgerandi miðað við spár.

Það er ekkert öruggt lengur í forkosningaslag demókrata. Barack Obama var með pálmann í höndunum þar til í gærkvöldi en þetta eru lykilsigrar fyrir forsetaefni demókrata í baráttunni. Líkurnar á því að Hillary Rodham Clinton verði forsetaefni demókrata hafa altént aukist talsvert og ljóst að slagurinn milli fyrstu konunnar og fyrsta þeldökka mannsins sem eiga von á forsetaembættinu og farmiða í slaginn um Hvíta húsið mun standa í margar vikur í viðbót, hið minnsta þangað til í maíbyrjun á meðan að John McCain hefur tryggt sér útnefningu repúblikana.

Í skrifum mínum fyrir nokkrum dögum varaði ég við því að Hillary Rodham Clinton yrði talin pólitískt af þó að á móti blæsi hjá henni. Það er einfaldlega þannig að Clinton-hjónin fúnkera best undir álagi, þar sem sækja verður mikilvægan sigur í þröngri stöðu. Það er allavega stórmerkilegt að sjá hvernig að Hillary fór á móti straumnum, vann eins mikið og hún gat, lagði nótt við dag og tók bæði lykilfylkin í gærkvöldi.

Bill Clinton sagði fyrir nokkrum vikum að Hillary yrði að sigra bæði Ohio og Texas til að eiga möguleika. Það voru orð að sönnu. Án þessara sigra væri Hillary búin að vera en hún er komin aftur - komin af krafti. Og þessi forkosningaslagur er fjarri því búinn.

mbl.is Clinton hvergi af baki dottin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Skiptir máli að konur séu í áhrifastöðum?

Fjölkvennum á fund á NASA við Austurvöll laugardaginn 8.mars 2008 klukkan 17:00.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 5.3.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Svona er þetta reinslan hefur mikið að  segja ,þetta var og er mín ósk að Hillary vinni þetta ,og taki Obama sem Varaforsetaefni/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.3.2008 kl. 11:36

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Fullsterkt til orða tekið að Hillary hafi unnið stóran sigur í Texas. Að því er virðist mun Obama koma þaðan með fleiri fulltrúa en hún þannig að í rauninni mun hún tapa Texas. Þokkalegur sigur í Ohio er samt ekki nægilega stór til þess að höggva neitt verulegt skarð í forystu Obama. Ég held að hún ætti að horfast í augu við stöðuna og hætta fremur en að skaða flokkinn enn frekar. Það síðasta sem að hún ætti að stóla á er að reyna að vinna með stuðningi Ofurfulltrúanna því að slíkt myndi kljúfa demókrata í herðar niður og gera vonir um að vinna McCain að engu.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 5.3.2008 kl. 20:34

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Guðmundur: Segi hvergi að þetta hafi verið stór sigur en þetta var sterkur sigur. Eftir allt það mótlæti sem Hillary mætti er þetta aðdáunarverður árangur, það verður ekki tekið frá henni að þetta er stórmerkilegur árangur að taka bæði Texas og Ohio. Fyrir nokkrum dögum spáðu flestir að hún gæti ekki hlotið fleiri atkvæði en Obama í þessum fylkjum, allt var talið henni tapað meira að segja var efast um stöðuna í Rhode Island. Það eru engar forsendur fyrir því að Hillary hætti framboðinu með stöðuna eins og hún er eftir gærdaginn. Þetta er slagur sem mun standa í hið minnsta sjö til átta vikur í viðbót. Það er veruleiki mála. Og á meðan hefur McCain hlotið útnefningu repúblikana. Svona er þetta. Clinton forseti varð reyndar að berjast fram í júní 1992 til að hljóta útnefningu demókrata vel að merkja, svo að Clinton-hjónin þekkja það að þurfa að berjast fyrir sínu. Þessi slagur er enn opinn eftir niðurstöðuna í gær og sjö vikur, fram að forkosningum í Pennsylvaníu, eru langur tími í pólitík.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.3.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband