Spennandi bloggheimar - Bretar duglegir í bloggi

Fartölva

Í þessari viku eru fjögur ár síðan að ég opnaði bloggsíðu. Hef þó verið með heimasíðu lengur en það, en það er tvennt ólíkt að hafa vef og svo vera að blogga. Bloggið verður að vera lifandi og ferskt til að það standi undir væntingum og fólk hafi gaman af því. Ég er einn þeirra sem hef gaman af þessum bransa. Það er mjög skemmtilegt að geta tjáð skoðanir sínar á mönnum og málefnum með svona lifandi hætti. Ég er blessunarlega þannig að þetta er áhugamál mitt, enda alltaf gaman að fara yfir stjórnmálin og önnur þjóðmál sem eru í umræðunni, kryfja þau og fjalla um. Það er allavega gott að fólk hefur áhuga á að lesa það sem maður hefur til málanna að leggja.

Ég sé að Bretar eru rosalega duglegir að blogga. Skv. fréttum er fjórðungur allra netnotenda í Bretlandi með blogg eða vefsíðu af öðrum toga. Þetta er hátt hlutfall og eru vissulega tíðindi. Reyndar eru Íslendingar að verða ótrúlega öflugir í bloggheimum. Sífellt fleiri, á öllum aldri eiginlega, leggja eitthvað til málanna og t.d. er bloggsamfélagið hér á blog.is gríðarlega fjölbreytt og spennandi. Hér er allt frá pólitískum fréttaskýringum og analíseringum í fjölskyldublogg, þar sem fólk fer yfir líf sitt og sinna og daglega tilveru. Öll flóra bloggheimanna er hér og þetta er orðið notalegt og spennandi samfélag sem hér er, það fer sífellt stækkandi.

Í fjögur ár bloggaði ég hjá blogger.com. Það var mjög áhugaverður og spennandi tími. Nú er um mánuður síðan að ég yfirgaf það samfélag og kom hingað. Þetta er að mínu mati miklu meira lifandi vettvangur, nálægðin við lesendurna er miklu meiri og maður fær beint í æð það sem lesandanum finnst um skrifin og ég hef fengið pósta og ábendingar um skrifin, allt mjög gott mál. Það er alltaf gaman að kynnast öðru fólki og ræða málin beint við það.

Ég verð líka að viðurkenna að ég hef orðið miklu meiri áhuga á þessari tilveru og tala hreint út um menn og málefni heldur en að taka beinan þátt í stjórnmálastörfum með framboði, enda hef ég engan áhuga á því nú. En fyrst og fremst þakka ég þeim sem lesa fyrir að líta í heimsókn og þakka góð kynni við þá sem ég hef kynnst eftir að ég færði mig hingað fyrir tæpum mánuði. Þetta verður spennandi vetur hjá okkur - mikið af lifandi pælingum.

mbl.is Bretar blogga af miklum móð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Til hamingu með að vera orðinn 4 ára bloggari og takk fyrir að biðja mig um að vera vinur þinn! Ég er nýgræðingur á þessu sviði en sé eiginlega eftir því að hafa ekki byrjað fyrr!) Það eru samt rúmlega fjögur ár frá því að ég setti upp heimasíðu fyrir myndlistina mína á http://hallsson.de en nú var ég að fá mér lénið hlynur.is

Bestu kveðjur og gangi þér vel á þessu bloggdegi,

Hlynur Hallsson, 17.10.2006 kl. 09:55

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, það er virkilega gaman að blogga. Flott tjáningarform. As Good as it Gets! :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.10.2006 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband