Sáttatónn í fornum keppinautum í Hvíta húsinu

John McCain og George W. Bush Átta mánuđum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur John McCain nú endanlega náđ útnefningu repúblikana ţó ţađ hafi veriđ ljóst hiđ minnsta í mánuđ ađ svo myndi fara. Á ţeim tímamótum hefur George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, nú lýst opinberlega yfir stuđningi viđ McCain. Ţađ var merkileg stemmning á blađamannafundi ţeirra í Rósagarđi Hvíta hússins síđdegis en ţar voru andar pólitískra sátta alls ráđandi.

Fyrir átta árum börđust McCain og Bush forseti hatrammlega um útnefningu repúblikana. Bush var lengst af fyrir forkosningaslaginn međ pálmann í höndunum en hann varđ fyrir miklu pólitísku áfalli er hann tapađi fyrir McCain í New Hampshire, stokkađi ţá upp kosningabaráttu sína og réđist harkalega ađ McCain og einkum herferli hans í Víetnam. Var um ađ rćđa eina harkalegustu persónulegu árás í bandarískum forkosningaslag. Međ ţeim tónum náđi Bush ađ snúa stöđunni viđ međ sigri í Suđur-Karólínu og náđi hnossinu mikla eftir blóđugan slag um smátíma sem náđi hámarki međ skítkastinu í suđurríkjunum.

Átta árum síđar er Bush ađ hćtta í stjórnmálum, getur ekki gefiđ kost á sér til endurkjörs og er á heimleiđ til Texas eftir tíu mánuđi. Nú er hinn forni keppinautur um Hvíta húsiđ orđinn forsetaframbjóđandi Repúblikanaflokksins og berst fyrir ţví ađ flokkurinn haldi valdamesta embćtti heims, verđi áfram miđpunktur valdatafls heimsins. McCain og Bush eru mjög ólíkir stjórnmálamenn og hafa ólíkan bakgrunn og reynslu fram ađ fćra. Ţađ er svolítiđ merkilegt ađ sjá nú Bush verja hinn forna keppinaut, heita honum stuđningi og tryggđ og virka nokkurn veginn sannfćrandi í ţví.

Andar liđinna tíma hljóma í bakgrunninum engu ađ síđur. Forkosningaslagur ţeirra fyrir átta árum var harđur og spennandi um smátíma og er eftirminnilegur í sögulegu ljósi. Nú ţegar ađ völdin í flokknum eru smátt og smátt ađ fćrast yfir til McCain er stuđningur forsetans honum mikilvćgur, einkum í suđurríkjunum. Ţrátt fyrir ađ McCain verđi elsti forseti Bandaríkjanna nái hann kjöri markar valiđ á honum sem forsetaefni viss ţáttaskil í Repúblikanaflokknum.

John McCain var reyndar hinn stóri sigurvegari forkosninga míní-útgáfu ofur-ţriđjudags. Ekki ađeins hefur hann hlotiđ útnefninguna og getur fariđ ađ skipuleggja frambođ sitt og velja varaforsetaefni heldur getur hann slappađ af og horft úr fjarlćgđ á harđvítuga baráttu Obama og Hillary um útnefningu demókrata nćstu sjö vikurnar hiđ minnsta. Ţađ er sannarlega mikill munađur.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband