Ánægjuleg tíðindi

Það er ánægjulegt að leitin að manninum sem týndur hafði verið vikum saman bar árangur strax á fyrsta sólarhringi sem lýst var eftir honum. Það er ekki nema von að sú spurning vakni hversvegna það hafði ekki verið gert áður. Það hefur sýnt sig vel þegar að ungmenni hafa horfið á síðustu vikum að það skilar árangri að lýsa fljótlega eftir þeim, jafnvel á fyrsta sólarhringi eftir að þau skila sér ekki heim eða láta sig hverfa af einhverjum ástæðum. Þessi mál eru öll misjöfn en það er eðlilegt að þegar að tíminn er mældur í vikum er eðlilegt að hafa miklar áhyggjur.

Skrifaði aðeins um þetta í dag. Fékk tölvupóst frá manni sem var tengdur einstaklingi sem hvarf sporlaust fyrir rúmum áratug en aldrei hefur verið upplýst hvað varð um. Heyrði smá af þeirri sögu. Það var áhugavert og ég vil þakka þennan póst. Það er aldrei hægt að setja sig í spor þeirra sem upplifa slíkan missi og þurfa að lifa með mörgum erfiðum spurningum alla tíð, sem aldrei fást sennilega traust svör við. Það eru erfið örlög að lifa með þegar að um er að ræða ættingja eða ástvin.

Lexían af þessu er að mikilvægt er að leitin hefjist fljótlega og tekið sem fyrst á málum þeirra sem skila sér ekki heim. Sem betur var mál þessa manns ekki eitt af þeim og ánægjulegt að hann hafi fundist svo fljótt sem raun ber vitni.

mbl.is Sigurbjörn kominn fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Hæ Stebbi,

Mig langar að bjóða þér á fyrirlesturinn minn á Akureyri á sunnudaginn kl.16.00 í Háskólanu (Sólborg)

Það væri gaman að sjá þig þar.

kær kveðja,

Jónína Ben

Jónína Benediktsdóttir, 6.3.2008 kl. 09:51

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já. gott að vita að hann hafi bara læst sig inni á baði, eða inni í svefnherbergi. hann er þó kominn fram núna.

Brjánn Guðjónsson, 6.3.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband