Gates fellur af stalli - ríkidæmi Björgólfsfeðga

Warren BuffetÞað eru mikil tíðindi að auðjöfurinn Bill Gates sé fallinn af stallinum sem ríkasti maður heims, en ég held að það sé rétt munað hjá mér að Gates hafi drottnað efstur á honum síðan 1993 allavega, eða eitthvað þar um bil hið minnsta, 13-14 ár. Warren Buffet er nú orðinn voldugri en tölvurisinn mikli sem hefur verið umtalaður sem sá ríkasti.

Ríkidæmi Björgólfs Thors Björgólfssonar er það mikið að hann kemst ofarlega á listann. Eru þeir feðgarnir báðir á listanum en þó neðar en í fyrra; Björgólfur Thor er í 307. sæti en var í því 249. síðast og faðirinn í því 1014. en var í 799. sæti síðast. Eignir Björgólfs Thors eru metnar á 3,5 milljarða dollara, rétt eins og í fyrra, en Björgólfs eldri á 1,1 milljarða dollara, en það var 1,2 milljarðar fyrir ári.

Þó þeir hafi lækkað á listanum er það mikið ríkidæmi og Thorsættin er enn mjög áberandi heldur betur. Björgólfur Thor varð fyrsti Íslendingurinn sem komst á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heimsins. Veldi Björgólfsfeðga er eins og flestir vita upprunnið úr gosdrykkja- og bjórverksmiðjum í Rússlandi. Það var mjög merkilegur þáttur af Sjálfstæðu fólki þegar að Jón Ársæll fylgdi Ólafi Ragnari í heimsókn til Rússlands þar sem hann var að mæra bransa Björgólfsfeðga.

Hefði fáum órað fyrir slíkum hóli við upphaf Hafskipsmálsins að Ólafur Ragnar myndi mæra þá feðga. En svona er nú heimurinn oft kaldhæðinn. En já, það er semsagt lexían að ríkidæmi Björgólfsfeðga og Gates minnkar frá síðasta ári samkvæmt Forbes-listanum - þó heldur mikill munur sé á þeim breytingum.


mbl.is Warren Buffet ríkastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að Óli væri kommúnisti... Kannski eitthvað að breytast.

Geiri (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband