Ellert B. Schram í framboð

Ellert B. Schram

Ellert B. Schram, fyrrum alþingismaður og forseti ÍSÍ, hefur nú gefið kost á sér í prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 11. nóvember. Ellert er nú fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, var í sjötta framboðslistans þar, sætinu á eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Það er vissulega nokkuð merkilegt að hann fari í prófkjör. Það er orðið ansi langt síðan að Ellert fór síðast í prófkjör. Þá var hann í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í nóvember 1982. Það varð sögulegt prófkjör. Geir Hallgrímsson, þáv. formaður Sjálfstæðisflokksins, hrapaði þá niður í sjöunda sætið og varð Ellert fyrir ofan formanninn.

Ellert átti sér langa og vissulega nokkuð merka pólitíska sögu innan Sjálfstæðisflokksins. Hann varð kornungur forystumaður í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins og sat sem formaður SUS á árunum sem að hann var einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins. Hann varð þingmaður Sjálfstæðisflokksins strax árið 1971, þá 31 árs gamall og var á þingi samfellt til ársins 1979 og svo 1983-1987. Ellert var það sem margir kalla fulltrúi ungliðanna inn á lista og í framboð árið 1971 og var þá með mikið bakland innan flokksins. Hann var ritstjóri dagblaða með þingmennsku en tók þá ákvörðun árið 1987 að sinna því alfarið en pólitíkin hefur þó alltaf blundað mikið í honum.

Nú er hann að fara í prófkjör tveim áratugum síðar, orðinn 67 ára gamall og fulltrúi eldri borgara í Samfylkingunni, enda formaður eldri flokksmanna, félagsskapar sem ber víst heitið 60+. Það voru margir hissa er Ellert tók sjötta sætið í uppstillingu eftir prófkjör fyrir kosningarnar 2003 og varð þá stjórnmálamaður á þessum væng stjórnmálanna. Mjög umdeilt var það að mér skildist í vesturbænum, en KR-hverfið er auðvitað fyrst og fremst hans heimavöllur. Ellert er auðvitað mágur Jóns Baldvins Hannibalssonar svo að taugar hefur hann í þessa átt, þó að hann hafi lengi verið vonarstjarna ungra sjálfstæðismanna og þingmaður flokksins um árabil.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig honum gangi í prófkjörsslag við sitjandi þingmenn og aðrar vonarstjörnur nýrra og gamalla tíma sem að berjast þar um sess ofarlega á framboðslistum.

mbl.is Gefur kost á sér í prófkjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband