Vísindalegar kynlífsmælingar á bandarískum staðal?

Vísindin eru oft mögnuð. Bandarískir vísindamenn hafa verið snillingar í að gera vísindalegar rannsóknir á öllum merkilegum hlutum og gera úr því fjölmiðlamál. Eðlilega er þessi kynlífsrannsókn ein þeirra og vekja mikla athygli víða um heim. Það er merkilegt að gerð sé bandarísk könnun sem verður að einhverju heimsmeðaltali, enda er ég viss um að við norðurlandabúar höfum mun betri kraft og úthald en þeir sem eru vestanhafs.

Það sem mér fannst reyndar fyndnast hvað varðar þessa "hávísindalegu" könnun er að hún er byggð á upplýsingum kynlífsfræðinga og sérfræðinga en ekki fjölda fólks, þetta er semsagt ekki könnun byggð á fjölda fólks, eða það er freistandi að telja það. Ekki er gott svosem að giska á hversu margir stúdera þessi fræði einvörðungu. Það er reyndar ekki svo gott að fullyrða að þetta sé fámennur hópur, en hvað með það.

Þessir sérfræðingar virðast vera nokkuð sérstakir í sínu mati og áhugavert að vita ef gerð yrði könnun meðal evrópskra eða norrænna sérfræðinga í sömu fræðum hver niðurstaðan væri. Ætli að það myndi ekki bætast eitthvað í mínútufjöldann?

mbl.is Kynmök taki sjö til þrettán mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvernig fór þetta fram?  Ég giska að þeir þurfi pör.  Svo stendur maður þarna með skeiðklukku og annar með clipboard, og svo segja þeir bara "byrja"...

Eða hvað?

Þetta verður mjög confounduð tilraun. 

Ásgrímur Hartmannsson, 6.3.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband