Logi ekki lengur í beinni

Logi Bergmann Það er nú með því vandræðalegra að sjónvarpsþáttur sem titlaður er í beinni útsendingu í heiti sínu sé tekinn upp fyrirfram, eins og var með þátt Loga Bergmanns Eiðssonar, Logi í beinni, eins og verið hefur undanfarið. Það hefði verið heiðarlegra að breyta nafninu eða kynna hann undir öðrum titli fyrst að staðan var með þessum hætti, eða hreinlega hafa hann í beinni og þá á öðrum stað en venjulega.

Annars hefur Logi Bergmann staðið sig mjög vel með þennan spjallþátt. Það hefur ekki verið svona týpa af skemmti- og spjallþætti síðan að Laugardagskvöld með Gísla Marteini var á skjánum. Einföld og góð blanda af spjalli og skemmtun klikkar aldrei, enda sýnist mér Logi sækja í smiðju Gísla Marteins, sem var með einn vinsælasta þáttinn í sjónvarpinu í þrjú ár og hafði mikið áhorf.

Það er reyndar furðulegt að hætt sé nú með þáttinn fyrir páskana, en sennilega er ástæðan sú að myndverið er upptekið í þættina um Bandið hans Bubba, en það hefði átt að redda annarri lausn bara og halda áfram með þættina.

Verst er þó að spurningaþættirnir um Meistarann hafi vikið fyrir þessu líka, en þær þættir halda vonandi áfram fljótlega, enda alltaf þörf á góðum spurningaþáttum.

mbl.is Logi í beinni ekki í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Frekar klént eins & ég benti sjálfur á í færslu minni í síðasta mánuði, enda snilldarskúbberi, Hérna.

Steingrímur Helgason, 8.3.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband