Friðarsúla Yoko Ono í Viðey

Yoko og John

John Lennon setti að mínu mati eftirminnilegast mark á tónlistarsögu 20. aldarinnar. Nú um þessar mundir eru 26 ár frá því að hann var myrtur í New York og hann hefði orðið 66 ára, hefði hann lifað, í þessum mánuði. Lennon og hljómsveit hans, The Beatles, slógu í gegn og unnu sér frægð fyrir ógleymanlega tónlist í upphafi sjöunda áratugarins. Framlag Bítlanna og Lennon varð til þess að breyta gangi sögu tónlistarinnar - ekkert varð samt eftir að þeir komu til sögunnar í tónlistinni. Bítlarnir liðu undir lok árið 1970. Seinustu ár ævi sinnar gaf Lennon út tónlist einn síns liðs á sólóferli eða með eiginkonu sinni, Yoko Ono. Hún hefur staðið vörð um minningu hans.

Nú stendur til að reisa friðarsúlu í minningu Lennons og undir merkjum Imagine, sem ber ennfremur heiti eins þekktasta lags Lennons á sólóferli hans, í Viðey. Um er að ræða ljóssúlu sem myndi standa upp í mikla hæð. Unnið er að lokaútfærslum verksins. Mér finnst það viðeigandi að heiðra minningu Lennons og tel hið besta mál að þetta verði hér á Íslandi. Lega landsins gerir það að verkum að það er mitt á milli austurs og vesturs og greinilega er Ísland valið til að birtunni stafi héðan um allan heiminn, enda miðja vegu milli risaveldanna. Greinilegt er að þessi friðarsúla er hjartans mál Yoko Ono nú, enda liggur hún mikla áherslu á verkið.

Hef ég lengi verið mikill unnandi tónlistar Lennons, sérstaklega áranna með Bítlunum og seinni hluta sólóferilsins. Eitt þekktasta lag Lennons er fyrrnefnt Imagine. Er það ekki annars uppáhaldslag okkar flestra. Tær snilld - best að birta ljóðið hérmeð.

Imagine there's no Heaven
It's easy if you try
No hell below us
Above us only sky
Imagine all the people
Living for today

Imagine there's no countries
It isn't hard to do
Nothing to kill or die for
And no religion too
Imagine all the people
Living life in peace

You may say that I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will be as one

Imagine no possessions
I wonder if you can
No need for greed or hunger
A brotherhood of man
Imagine all the people
Sharing all the world

You may say that I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will live as one


mbl.is Gerð friðarsúlu erfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þú kemur mér sífellt skemmtilega á óvart Stefán! Ég sem hélt að Imagine og John Lennon ættu ekki uppá pallborðið hjá "staðföstum" fylgjendum innrásarinnar í Írak? En vonandi getum við þá sameinast um það að segja okkur úr hernaðarbandalaginu NATO sem drepur konur, börn og saklaust fólk um allan heim. Með því að leggja niður vopnin og hernaðarbandalögin getum við bætt heiminn í anda Lennons.

Hlynur Hallsson, 18.10.2006 kl. 12:18

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég hef nú aldrei verið harður stríðssinni. Tel mig miklu frekar friðarins mann heldur en hitt. Kem úr þannig samfélagi að ég tel að við eigum að geta lifað saman í sátt og samlyndi, mun frekar en ófriði. Það verður allavega seint sagt um mig að ég sé harður talsmaður ófriðar í heiminum. :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.10.2006 kl. 12:57

3 Smámynd: Sveinn Arnarsson

neinei bara sjálfstæðismaður og dyggur stuðningsmaður skósveina USA í stjórnarráðinu

Sveinn Arnarsson, 18.10.2006 kl. 14:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband