Dularfullt hvarf Eyðimerkurblómsins í Brussel

Waris Dirie Þegar að Waris Dirie, sem skrifaði hina eftirminnilegu bók Eyðimerkurblómið, hvarf í vikunni og ekkert heyrðist til hennar í nokkra daga óttuðust flestir um hana og töldu að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Það var því ánægjulegt þegar að hún fannst loksins. En erfitt var að fá svör við því hvers vegna hún hvarf.

Það var pínlegt að sjá hana svara spurningum á blaðamannafundi í gær, þar sem greinilegt var að öll sagan var ekki sögð, annaðhvort vegna þess að hún man ekki hvað gerðist eða það er eitthvað við söguna af hvarfinu sem hún skammast sín fyrir. Það vantar enda ekki kjaftasögurnar um hvað gerðist á þessum þrem eða fjórum sólarhringum sem hún var á flakki um borgina.

Sýndist þó að ein opinberu skýringanna væri að hún hefði týnst í borginni, ekki ratað um eða áttað sig á hvar hótelið væri. Þannig að þetta var vandræðalegur blaðamannafundur þar sem Dirie reyndi að segja eitthvað til að slá á umræðuna en mistókst það heldur betur. Spurningarnar voru fleiri eftir fundinn en fyrir.

Vinsælasta sagan er að hún hafi verið drukkin og á vergangi. Meðal annars er sagt að hún hafi gist í anddyri á einhverju gistiheimili, enda ekki með peninga, kort eða persónulega hluti með sér. Þetta er ein þessa mála þar sem greinilega vantar stór púsl í til að heildarmyndin verði skiljanleg.

mbl.is Waris Dirie hvarf í þrjá daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband