Svívirðileg meðferð á erlendu verkafólki

Vodka Það er dapurlegt þegar að farið er illa með erlent verkafólk og reynt að koma í veg fyrir að það geti tjáð sig um vondan aðbúnað með mútum af einhverju tagi. Þetta dæmi í Noregi er með því suddalegra, þar sem reynt er að gefa verkafólki áfengi og pizzur til að þagga niður í því. Það er algjörlega óásættanlegt að erlent verkafólk fái lakari meðferð en aðrir í sambærilegum störfum og það þarf að refsa þeim sem koma svona fram.

Ekki er langt síðan að það kom fram að ekki sé búið vel að sumum erlendum verkamönnum hér og því jafnvel borguð lægri laun og því sé leigt lélegt húsnæði á uppsprengdu verði. Man mjög vel eftir umfjöllun í Íslandi í dag um slík mál og það var tekið vel á þessu í umfjöllun í fréttaskýringaþættinum Í brennidepli sem eitt sinn var á dagskrá Sjónvarpsins, en var því miður tekinn af dagskrá. Þar komu fram dökkar staðreyndir um það að farið sé beinlínis illa með fólk.

Það er með því auvirðilegra að reynt sé að hafa fólk gott og réttlæta vonda meðferð á því með mat og áfengi. Það eru reyndar lélegar mútur ef út í það er farið, en sennilega er talið að áfengi geti leikið eitthvað hlutverk í lífi fólks sem farið er illa með og það geti komið í staðinn fyrir almennilegan aðbúnað. Þetta er auðvitað ekkert annað en mannréttindabrot á fólki, enda er ekki eðlilegt að traðkað sé á lágmarksréttindum þeirra sem koma til að vinna heiðarlegt og gott verk og það eru auvirðilegir vinnuveitendur sem svona koma fram.

Það er vonandi að tekið verði á svona liði og svona góð fjölmiðlaumfjöllun er gott fyrsta skref, enda ekki neinum til sóma að þaga yfir vondri meðferð á fólki sem vinnur sitt verk og fær ekki heiðarlega umbun fyrir og lágmarksréttindi allra sem vinna sitt verk.

mbl.is Mútað með vodka og pítsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband