Ungir sjálfstæðismenn í NA standa sig vel

Sjálfstæðisflokkurinn

Það er mikið gleðiefni að ungir sjálfstæðismenn eru öflugir og vinna vel saman í Norðausturkjördæmi. Höfum við stofnað kjördæmasamtök og hafið góða samvinnu okkar á milli. Það sem ég er stoltastur af úr formannstíð minni í Verði var að standa að stofnun kjördæmasamtakanna og hefja samstarf milli kjördæmahlutanna, t.d. okkar norðanmanna við Austfirðingana, en lítið samstarf var fram að því í Norðausturkjördæmi milli ungliðanna. Það hefur svo sannarlega breyst.

Um helgina á kjördæmisþingi flokksins í Mývatnssveit komum við saman og unnum að séráliti okkar á stjórnmálaályktun þingsins. Er hún send út í nafni félaganna allra. Hvet alla lesendur til að lesa það og kynna sér skoðanir okkar ungliðanna.


mbl.is Ungir sjálfstæðismenn í NA-kjördæmi telja að ríkið þurfi að taka nýtingu auðlinda fastari tökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband