The Exorcist mest ógnvekjandi myndin

The Exorcist

Kvikmyndin The Exorcist, í leikstjórn William Friedkin, varð efst í könnun tímaritsins Stuff um mest ógnvekjandi myndir í sögu kvikmyndasögunnar. Efstu myndirnar í könnuninni eru hver annarri ógnvænlegri og meira spennandi. Þær eru Rosemary's Baby, The Shining, Halloween, Jaws, Nightmare on Elm Street, Psycho, Candyman, Planet of the Apes og Alien. Ekki kemur valið á The Exorcist á óvart, þó ég verði að viðurkenna að Rosemary´s Baby náði meiri tökum á mér þegar að ég sá hana fyrst. Þvílík spenna. Svo er auðvitað Nightmare on Elm Street ansi grípandi.

The Exorcist hefur alla tíð verið ein mest umdeildasta kvikmynd sögunnar. Hún vakti hroll hjá kvikmyndahúsagestum árið 1973 og telst algjörlega ógleymanleg í huga þeirra sem hana hafa séð. William Friedkin, leikstjóri hennar, var einn bestu leikstjóra sinnar kynslóðar, en hann hefur t.d. leikstýrt The French Connection, sem tryggði Gene Hackman alheimsfrægð á einni nóttu. Myndin hlaut mörg verðlaun hjá bandarísku kvikmyndaakademíunni. Friedkin fékk leikstjóraóskarinn, Hackman valinn leikari ársins og myndin valin sú besta á árinu 1971.

Það er hægt með svo misjöfnum hætti að vekja skelfingu hjá kvikmyndahúsagestum. Allir sem séð hafa Psycho vita að hún hefur vissa sérstöðu í þessum flokki. Þar sést lítið sem ekkert blóð. Skelfing áhorfenda er fengin með snöggum klippingum og magnaðri tónlist meistara Bernard Herrmann. Sturtuatriðið fræga með hinni sálugu Janet Leigh hefur mikla sérstöðu í kvikmyndasögunni. Í því morðatriði er þó nær ekkert blóð, heldur snöggar klippingar og drastískasta útgáfan af stefinu fræga spilað mjög snöggt. Algjör snilld.

Hef ekki séð The Exorcist merkilega lengi. Þarf að rifja hana upp enn og aftur, en ég á hana hérna heima á DVD reyndar. Þarf að líta á hana eftir helgina, þegar að ég hef góðan tíma. Hvet alla til að líta á hana og þær myndir sem voru með henni á topp 10 í þessari merkilegu könnun.


mbl.is Særingarmaðurinn mest ógnvekjandi allra kvikmynda skv. tímaritskönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Bloggið þitt er bæði fræðandi og flott. Mátti til með að hripa nokkrar línur, ég les svo oft bloggið þitt. Og er alveg á réttri línu, kvikmyndafrík. Kveðja. Sóldís F.K.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 19.10.2006 kl. 10:47

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir góð orð. Gott að þú hefur gaman af vefnum og fylgist með.

bestu kveðjur

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.10.2006 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband